Mótmæli á kópavogsvelli kl 16 í dag

Stjórnmál, Umhverfismál, heimspeki, hugleiðingar og tengd málefni (Politics, environment, serious stuff..)
User avatar
siggi punk
5. stigs nörd
Posts: 5626
Joined: Wed Jul 24, 2002 5:32 pm
Location: Vesturbærinn

Mótmæli á kópavogsvelli kl 16 í dag

Postby siggi punk » Wed Sep 09, 2009 11:24 am

Fréttatilkynning frá Island-Palestína

Ísland-Ísrael á Kópavogsvelli í dag klukkan 16.00
Fjölmennum! Mótmælum landráni og hernámi Ísraela í Palestinu

Miðvikudaginn 9. september kl. 16.00 á Kópavogsvelli
U17 knattspyrna - kvenna - Undankeppni EM 2010


Á sama tíma og fregnir berast af áætlunum Ísraelsstjórnar um frekara landrán og landránsbyggðir í hertekinni Palestínu og niðurrif hernámsliðsins á heimilum Palestínumanna í Jerúsalem, er ísraelska U-17 landsliðið kvenna í fótbolta boðið velkomið til Íslands. Leikurinn er liður í undankeppni Evrópumótsins (EM).

Koma ísraelska landsliðsins til Íslands og þáttaka þess í EM endurspeglar afskiptaleysi Íslands og heimsbyggðarinnar gangvart því sem á sér stað í Palestínu. Palestínumenn á herteknu svæðunum lifa stanslaust við þá ógn að heimili þeirra séu eyðilögð eða tekin yfir af landsetufólki, jarðir þeirra gerðar uppteknar, takmarkað atvinnu- og ferðafrelsi, ólöglegar handtökur og morð.

Mannréttindarsamtök og frjáls félagasamtök í Palestínu hafa hvatt til þess að Ísrael sé sniðgengið á sviði viðskipta, menningar- og íþróttaviðburða þar til ísraelsk stjórnvöld fallist á að fara að samþykktum Sameinuðu þjóðanna um að hernámi Palestínu skuli hætt og réttur flóttamanna til að snúa aftur til sinna heimkynna sé virtur.

Alþjóðlegir íþróttaviðburðir spíla mikilvægu hlutverki í ímynd ríkja gagnvart heiminum.

Mótmælum hernámi Palestínu og aðskilnaðarstefnu ísraelskra hernámsyfirvalda á palestínsku herteknu svæðunum!

FJÖLMENNUM Á KÓPAVOGSVÖLL Á MIÐVIKUDAGINN KLUKKAN 16:00 OG MÓTMÆLUM ÞEIM STUÐNINGI SEM ÍSRAEL ER SÝNDUR!

ATH! Þetta eru friðsöm mótmæli! Við hvetjum fólk til að hegða sér prúðmannlega og sýna ísraelsku stúlkunum virðingu. Við erum að mótmæla stefnu ísraelskra yfirvalda í Palestínu, ekki U-17 landsliði Ísraels.

Við hvetjum alla til að skrifa mótmælabréf til KSÍ yfir heimsókn ísraelska liðsins: ksi@ksi.is


Þessi mótmæli eru skipulögð með skömmum fyrirvara.
Látið sem flesta vita. Sendið póstinn áfram og látið vita gegnum Facebook.


Mótmælin á Facebook: http://www.facebook.com/event.php?eid=1 ... 505&ref=mf
Smellið á Invite People to Come til að láta ykkar Facebook vini vita.


PS Hérna er aðferð til að bjóða öllum ykkar vinum gegnum Facebookið í flýti (þurfið þá ekki að smella á hvern og ein vin í Facebook hópnum ykkar):
http://funkyplumbo.com/2009/04/21/how-t ... in-one-go/

-----
Ný andspyrnuútgáfa: "Á Kaffihúsinu - Samræður um Anarkisma" klassískt anarkistarit eftir Errico Malatesta. Fæst í Ranimosk á laugavegi.
Einnig: "Um Anarkisma" eftir Nicholas Walter, ný prentun og barnabókin "Hulduheimur Heiðarlands" um börn sem læra skemmdarverkastarfsemi til náttúruverndar.

http://www.andspyrna.org - http://www.savingiceland.org - http://www.indymedia.org - http://www.infoshop.org - http://www.akpress.org - http://www.crimethinc.org - http://www.freedompress.org.uk - http://www.microcosmpublishing.com - http://www.activedistribution.org - http://www.littleblackcart.com - http://www.protest.net
http://www.anarchistvoices.wetpaint.com - http://www.hustaka.org - http://www.svartsokka.org - http://www.oskra.org - http://www.eggin.is

User avatar
Tryggvi Þórhallsson
3. stigs nörd
Posts: 3046
Joined: Thu Jul 18, 2002 9:34 am
Location: Hafnarfjörður

...

Postby Tryggvi Þórhallsson » Wed Sep 09, 2009 11:41 am

Ég styð algerlega baráttu Palestínumanna en þetta eru kjánaleg mótmæli. Að mótmæla á U-17 ára stúlknaleik?!?!?!?!
Allt er betra en íhaldið

User avatar
Hamfari
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 27987
Joined: Mon Jan 06, 2003 4:52 pm
Location: raskatinuáþér

Postby Hamfari » Wed Sep 09, 2009 12:00 pm

Já, gjörsamlega út í hött. En sumir mótmælendur eru og verða alltaf klikkaðir
[img]http://img84.imageshack.us/img84/1031/spaceqx7yo1.gif[/img]

User avatar
Horfinn maður
Töflunotandi
Posts: 199
Joined: Wed Mar 11, 2009 1:27 pm

Postby Horfinn maður » Wed Sep 09, 2009 12:33 pm

Vá hvað ég hlakka til að sjá fyrirsögnina á mbl.is.

Metaðsókn á U17 ára landsleik kvenna.


Í viðtali við þjálfara u17 ára landsliðsins:

Við höfum bara verið að standa okkur svo vel til að fá þessa jákvæðu athygli eins og berlega sést í dag.
Ég elska Hunda

User avatar
warhead
7. stigs nörd
Posts: 7846
Joined: Sun Jan 09, 2005 1:27 pm
Location: 105

Re: ...

Postby warhead » Wed Sep 09, 2009 12:38 pm

Ég styð algerlega baráttu Palestínumanna en þetta eru kjánaleg mótmæli. Að mótmæla á U-17 ára stúlknaleik?!?!?!?!
backed, þetta er nú bara íþróttaviðburður.
MANSLAUGHTER

Time does nothing but work against me. I wake alone and walk alone between the walls that insecurity has built around me. Forced into circuits, into circles, into cycles. I find all my refuge in corners. It's the only place where things meet.

Snorri
Töflunotandi
Posts: 210
Joined: Thu Mar 22, 2007 1:08 pm

Re: ...

Postby Snorri » Wed Sep 09, 2009 1:42 pm

Ég styð algerlega baráttu Palestínumanna en þetta eru kjánaleg mótmæli. Að mótmæla á U-17 ára stúlknaleik?!?!?!?!
backed, þetta er nú bara íþróttaviðburður.
Ég veit svosem ekki hvað mér finnst um þessi mótmæli...
en íþróttaviðburðir eru margir hverjir afskaplega pólitískir, sérstaklega þegar þjóðríki keppa hvort við annað. Það er í eðli sínu pólitískt.
“On the one hand we want to live communism - On the other, spread anarchy!”

User avatar
CynicalB
3. stigs nörd
Posts: 3012
Joined: Thu Feb 03, 2005 10:29 pm
Location: Þar sem gróðurinn grær, 110 Árbær

Re: ...

Postby CynicalB » Wed Sep 09, 2009 2:15 pm

Ég styð algerlega baráttu Palestínumanna en þetta eru kjánaleg mótmæli. Að mótmæla á U-17 ára stúlknaleik?!?!?!?!
backed, þetta er nú bara íþróttaviðburður.
www.myspace.com/cynicalb
www.bullbanki.blogspot.com/

User avatar
Tryggvi Þórhallsson
3. stigs nörd
Posts: 3046
Joined: Thu Jul 18, 2002 9:34 am
Location: Hafnarfjörður

...

Postby Tryggvi Þórhallsson » Wed Sep 09, 2009 2:22 pm

Þetta eru börn!
Allt er betra en íhaldið

User avatar
ChrisMcCandless
1. stigs nörd
Posts: 1881
Joined: Thu Aug 28, 2008 8:58 pm

Postby ChrisMcCandless » Wed Sep 09, 2009 3:01 pm

Mætid frekar à austurvöll!

Hvernig ætli krökkunum lìdi ad hafa fullt af fòlki ad mòtmæla einhverju sem thau hafa enga stjòrn à?
[img]http://www.remotecentral.com/dvd/airplane-3.jpg[/img]
I just want to tell you both good luck. We're all counting on you.

User avatar
Stjáni klikk
4. stigs nörd
Posts: 4213
Joined: Fri Feb 22, 2008 11:50 pm
Location: Rvk.

Postby Stjáni klikk » Wed Sep 09, 2009 3:23 pm

Mér finnst mikilvægara að koma í veg fyrir mannréttindabrot en að nokkrar stelpur fái að spila fótboltaleik í fullkomnum friði...
105 youth crew

User avatar
Horfinn maður
Töflunotandi
Posts: 199
Joined: Wed Mar 11, 2009 1:27 pm

Postby Horfinn maður » Wed Sep 09, 2009 3:29 pm

Mér finnst mikilvægara að koma í veg fyrir mannréttindabrot en að nokkrar stelpur fái að spila fótboltaleik í fullkomnum friði...
Jebb þú kemur í veg fyrir mannréttindabrot með því að mæta á fótboltaleik og öskra á mótherjana.
Ég elska Hunda

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Wed Sep 09, 2009 3:30 pm

Ísrael er ekki eins og hvert annað ríki, það brýtur gróflega og kerfisbundið á mannréttindum og þar af leiðandi þarf að setja þrýsting á það. Sá þrýstingur ætti að koma frá ríkisstjórnum, en gerir það ekki nema að takmörkuðu leyti. Því stendur það upp á almenning sjálfan að mótmæla með því að sniðganga Ísrael, og hvetja til þess að það sé sniðgengið þar sem því verður við komið. Íþróttaviðburðir eru eitt af því. Skilaboðin eru að þú getur ekki stundað glæpi gegn mannkyni og ætlast til þess að þér sé tekið sem gjaldgengum meðal fólks. Þessar ísraelsku stúlkur eru fulltrúar ríkis síns. Ekkert persónulegt gegn þeim, en ríkið þeirra er glæparíki.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Imprimeur
Töflunotandi
Posts: 450
Joined: Thu Nov 20, 2008 9:10 pm

Postby Imprimeur » Wed Sep 09, 2009 3:32 pm

Mér finnst mikilvægara að koma í veg fyrir mannréttindabrot en að nokkrar stelpur fái að spila fótboltaleik í fullkomnum friði...
Hvernig kemurðu í veg fyrir mannréttindabrot með því að láta nokkrar táningsstelpur ekki spila fótboltaleik í friði, Kristján minn?

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Wed Sep 09, 2009 3:33 pm

Mér finnst mikilvægara að koma í veg fyrir mannréttindabrot en að nokkrar stelpur fái að spila fótboltaleik í fullkomnum friði...
Hvernig kemurðu í veg fyrir mannréttindabrot með því að láta nokkrar táningsstelpur ekki spila fótboltaleik í friði, Kristján minn?
Ísrael er ekki eins og hvert annað ríki, það brýtur gróflega og kerfisbundið á mannréttindum og þar af leiðandi þarf að setja þrýsting á það. Sá þrýstingur ætti að koma frá ríkisstjórnum, en gerir það ekki nema að takmörkuðu leyti. Því stendur það upp á almenning sjálfan að mótmæla með því að sniðganga Ísrael, og hvetja til þess að það sé sniðgengið þar sem því verður við komið. Íþróttaviðburðir eru eitt af því. Skilaboðin eru að þú getur ekki stundað glæpi gegn mannkyni og ætlast til þess að þér sé tekið sem gjaldgengum meðal fólks. Þessar ísraelsku stúlkur eru fulltrúar ríkis síns. Ekkert persónulegt gegn þeim, en ríkið þeirra er glæparíki.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

Bubble boy
3. stigs nörd
Posts: 3185
Joined: Wed Jul 17, 2002 11:42 pm

Postby Bubble boy » Wed Sep 09, 2009 3:37 pm

Þetta er frábært

Senda þær heim í líkpoka!
DJÓKUR!
Jag rear ut min själ! Allt skal bort!!!

haffeh
Siðapostuli
Posts: 18842
Joined: Sat Jul 20, 2002 12:39 am

Postby haffeh » Wed Sep 09, 2009 3:49 pm

mér finnst þessi mótmæli vera á vitlausum grundvelli. Þykist vera nokkuð viss um að þetta hafi nákvæmlega engin áhrif. Mótmælum ætti að vera beitt að stjórnvöldum en ekki ísraelskum stelpum sem hafa ekkert með stjórnvöld þar í landi að gera.
The world ain't all sunshine and rainbows. It is a very mean and nasty place and it will beat you to your knees and keep you there permanently if you let it. You, me, or nobody is gonna hit as hard as life. But it ain't how hard you hit; it's about how hard you can get hit, and keep moving forward. How much you can take, and keep moving forward. That's how winning is done. Rocky Balboa

User avatar
Imprimeur
Töflunotandi
Posts: 450
Joined: Thu Nov 20, 2008 9:10 pm

Postby Imprimeur » Wed Sep 09, 2009 4:10 pm

Mér finnst mikilvægara að koma í veg fyrir mannréttindabrot en að nokkrar stelpur fái að spila fótboltaleik í fullkomnum friði...
Hvernig kemurðu í veg fyrir mannréttindabrot með því að láta nokkrar táningsstelpur ekki spila fótboltaleik í friði, Kristján minn?
Ísrael er ekki eins og hvert annað ríki, það brýtur gróflega og kerfisbundið á mannréttindum og þar af leiðandi þarf að setja þrýsting á það. Sá þrýstingur ætti að koma frá ríkisstjórnum, en gerir það ekki nema að takmörkuðu leyti. Því stendur það upp á almenning sjálfan að mótmæla með því að sniðganga Ísrael, og hvetja til þess að það sé sniðgengið þar sem því verður við komið. Íþróttaviðburðir eru eitt af því. Skilaboðin eru að þú getur ekki stundað glæpi gegn mannkyni og ætlast til þess að þér sé tekið sem gjaldgengum meðal fólks. Þessar ísraelsku stúlkur eru fulltrúar ríkis síns. Ekkert persónulegt gegn þeim, en ríkið þeirra er glæparíki.
1. Þú sniðgengur ekki Ísrael með því að mæta á leiki hjá Ísrael.

2. Frekar myndi ég mótmæla fyrir utan sendiráðið eða eitthvað.

3. Ef ég væri 15 ára að spila fótbolta einhversstaðar í Bandaríkjunum eða eitthvað og þar mætti fólk á leikinn að væla yfir hvalveiðum. Ég veit ekki hvort það myndi
a) fá mig til að verða andsnúinn hvalveiðum, sem pólitíkusar ákveða.
b) fá mig til að halda að ég væri ekki liðinn meðal fókls í heiminum.

En endilega, gerið bara það sem þið viljið.

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Wed Sep 09, 2009 4:10 pm

Þær eru fulltrúar síns ríkis og þar með fulltrúar zíonismans og hernámsins.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

haffeh
Siðapostuli
Posts: 18842
Joined: Sat Jul 20, 2002 12:39 am

Postby haffeh » Wed Sep 09, 2009 4:17 pm

snúum bara dæminu við

erum við fulltrúar þess að ísland var á lista yfir ríki sem studdi innrásina í írak? erum við fulltrúar Icesave?

Ég held nú síður, og sá sem ætlar sér að mótmæla mér e-ð fyrir e-ð sem ég ber enga ábyrgð á, þá má hinn sami éta skít.

Þessvegna er ég nokkuð sannfærður að þessar ísraelsku stelpur beri enga ábyrgð á því sem stjórnvöld í þeirra landi framkvæma.
The world ain't all sunshine and rainbows. It is a very mean and nasty place and it will beat you to your knees and keep you there permanently if you let it. You, me, or nobody is gonna hit as hard as life. But it ain't how hard you hit; it's about how hard you can get hit, and keep moving forward. How much you can take, and keep moving forward. That's how winning is done. Rocky Balboa

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Wed Sep 09, 2009 4:21 pm

Ef þú ert í landsliðinu í knattspyrnu, þá ert þú fulltrúi fyrir landið þitt.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

haffeh
Siðapostuli
Posts: 18842
Joined: Sat Jul 20, 2002 12:39 am

Postby haffeh » Wed Sep 09, 2009 4:24 pm

Ef þú ert í landsliðinu í knattspyrnu, þá ert þú fulltrúi fyrir landið þitt.
Þótt þeir séu fulltrúar fyrir landið, þá bera þeir enga ábyrgð á því sem stjórnvöld gera.

Íþróttir og pólitík eiga enga samleið.

Edit: Þetta væri skiljanlegt ef einhver fulltrúi ríkistjórnar Ísraels væri viðstaddur. Annars er þetta bara þvæla í ykkur.
Last edited by haffeh on Wed Sep 09, 2009 4:25 pm, edited 1 time in total.
The world ain't all sunshine and rainbows. It is a very mean and nasty place and it will beat you to your knees and keep you there permanently if you let it. You, me, or nobody is gonna hit as hard as life. But it ain't how hard you hit; it's about how hard you can get hit, and keep moving forward. How much you can take, and keep moving forward. That's how winning is done. Rocky Balboa

User avatar
skinkuorgel
8. stigs nörd
Posts: 8848
Joined: Wed Jul 17, 2002 5:39 pm

Postby skinkuorgel » Wed Sep 09, 2009 4:25 pm

erum við fulltrúar þess að ísland var á lista yfir ríki sem studdi innrásina í írak?
Tjah, það var allavega ekki upp á flippið sem að margir (þ.á.m. ég) sóru þess eið að kjósa aldrei Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn vegna gjörningsins.
www.myspace.com/mordingjarnir

User avatar
Horfinn maður
Töflunotandi
Posts: 199
Joined: Wed Mar 11, 2009 1:27 pm

Postby Horfinn maður » Wed Sep 09, 2009 4:34 pm

Það er verið að nota sömu rök hér að mótmæla gegn 16-17 ára stelpum og ísraelsstjórn notar til að kúga palestínumennina. Ísraelsmenn notuðu á sínum tíma að ástæða fyrir að kúga palestínumennina væri vegna þess að stjórn palestínu hamasliðar hefðu stundað hryðjuverk og drepið þónokkra einstaklinga, þarafleiðandi væri í lagi að kúga alla palestínumenn en ekki eingöngu hamasliða. Þetta finnst mér vera virkilega léleg rök því aldrei eru palestínumenn fulltrúar hamasliða og aldrei eru 16-17 stelpur sem finnst gaman að spila fótbolta fulltrúar ísraelstjórn sem kúgar palestínumenn. Mér finnst það bara rangt.
Ég elska Hunda

User avatar
Erna
4. stigs nörd
Posts: 4364
Joined: Fri Jul 19, 2002 11:45 am

Postby Erna » Wed Sep 09, 2009 5:46 pm

mér finnst þetta furðuleg taktík.
myndi amk. ekki meika að mæta þarna - hefði tekið þátt í því að skora á KSÍ eða þá sem hafa með það að gera að bjóða þeim hingað að mælast til þess að það yrði ekki gert aftur/ hætt við - því fótbolti getur jú líka verið pólitík.
People crushed by law have no hope but from power. If laws are their enemies, they will be enemies to laws; and those who have much to hope and nothing to lose will always be dangerous...

User avatar
Hamfari
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 27987
Joined: Mon Jan 06, 2003 4:52 pm
Location: raskatinuáþér

Postby Hamfari » Wed Sep 09, 2009 5:54 pm

Íþróttir og pólítík eiga ekki saman og það á ekki að blanda þeim saman. Að ráðast gegn stelpum sem eru bara að spila fótbolta af því að þær eru frá sama landi og ríkisstjórn sín er fáránlegt, svívirða og heimska. Þær eru fulltrúar lands síns í íþróttaleik, ekki pólítík. Ber frekar vott um sturlun og öfga mótmælenda að gera þetta, sem eru mættir um leið og einhver frá ísrael hreyfir litla puttann. Guilty by association eru lélegustu rök í heimi.

Tek svo undir með að þetta er jafn gáfulegt og rök sem ísraelsstjórn notar að dæma flesta palestínumenn. Húrra fyrir því að vera svipuð og hún.
[img]http://img84.imageshack.us/img84/1031/spaceqx7yo1.gif[/img]

User avatar
Erna
4. stigs nörd
Posts: 4364
Joined: Fri Jul 19, 2002 11:45 am

Postby Erna » Wed Sep 09, 2009 6:02 pm

jú reyndar er alveg hellings pólitík í íþróttum - vináttuleikir, æfingarbúðir niðurgreiddar í öðrum löndum og því um líkt eru oft notaðar til að styrkja vináttusamband (lesist pólitískt samband) á milli ríkja.
þal. er ekkert óeðlilegt að ef þú viljir að ísland boycutti á verslun og fleiri samskipti við Ísrael að þú sjáir e-ð athugavert við það að þeim sé boðið hingað að spila fótbolta.
-hitt er svo annað mál að ég set stórt spurningarmerki um hvort slíkt eigi að beinast gegn 16 ára leikmönnum þessa liðs, mun amk. ekki taka þátt í því sjálf.
People crushed by law have no hope but from power. If laws are their enemies, they will be enemies to laws; and those who have much to hope and nothing to lose will always be dangerous...

User avatar
Berserkur
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 12973
Joined: Thu Jul 18, 2002 10:31 am
Location: 107

Postby Berserkur » Wed Sep 09, 2009 6:24 pm

Íþróttir og pólítík eiga ekki saman og það á ekki að blanda þeim saman. Að ráðast gegn stelpum sem eru bara að spila fótbolta af því að þær eru frá sama landi og ríkisstjórn sín er fáránlegt, svívirða og heimska. Þær eru fulltrúar lands síns í íþróttaleik, ekki pólítík. Ber frekar vott um sturlun og öfga mótmælenda að gera þetta, sem eru mættir um leið og einhver frá ísrael hreyfir litla puttann. Guilty by association eru lélegustu rök í heimi.

Tek svo undir með að þetta er jafn gáfulegt og rök sem ísraelsstjórn notar að dæma flesta palestínumenn. Húrra fyrir því að vera svipuð og hún.
Ditto.

Mér finnst þessi mótmæli frekar vafasöm og rembingsleg. En þó er kostur að þau eiga að vera friðsöm.

Mér þykir jafn fáránlegt af Hollendingi að mótmæla mér sem ferðamanni af því að ég er fulltrúi ríkis og því ábyrgur efnahagsóstjórn.

User avatar
ChrisMcCandless
1. stigs nörd
Posts: 1881
Joined: Thu Aug 28, 2008 8:58 pm

Postby ChrisMcCandless » Wed Sep 09, 2009 7:26 pm

Það er verið að nota sömu rök hér að mótmæla gegn 16-17 ára stelpum og ísraelsstjórn notar til að kúga palestínumennina. Ísraelsmenn notuðu á sínum tíma að ástæða fyrir að kúga palestínumennina væri vegna þess að stjórn palestínu hamasliðar hefðu stundað hryðjuverk og drepið þónokkra einstaklinga, þarafleiðandi væri í lagi að kúga alla palestínumenn en ekki eingöngu hamasliða. Þetta finnst mér vera virkilega léleg rök því aldrei eru palestínumenn fulltrúar hamasliða og aldrei eru 16-17 stelpur sem finnst gaman að spila fótbolta fulltrúar ísraelstjórn sem kúgar palestínumenn. Mér finnst það bara rangt.
Reyndar er àstædan fyrir landnàminu sù ad ìsraelsmenn eiga thetta land samkvæmt biblìunni. Àstædan fyrir innràs ìsraelsmanna ì fyrra? var hins vegar sù ad hamas lidar voru ad skjòta einhverjum skeytum ad ìsrael. (afsökunin rèttara sagt)
[img]http://www.remotecentral.com/dvd/airplane-3.jpg[/img]
I just want to tell you both good luck. We're all counting on you.

User avatar
skinkuorgel
8. stigs nörd
Posts: 8848
Joined: Wed Jul 17, 2002 5:39 pm

Postby skinkuorgel » Wed Sep 09, 2009 8:18 pm

Að ráðast gegn stelpum sem eru bara að spila fótbolta af því að þær eru frá sama landi og ríkisstjórn sín er fáránlegt, svívirða og heimska.
Það er nú óþarfi að vera svona dramatískur.
Held það standi ekkert til að ráðast gegn neinum.
www.myspace.com/mordingjarnir

User avatar
CynicalB
3. stigs nörd
Posts: 3012
Joined: Thu Feb 03, 2005 10:29 pm
Location: Þar sem gróðurinn grær, 110 Árbær

Postby CynicalB » Wed Sep 09, 2009 9:28 pm

Spurning hvort að þær mótmæli ekki bara sigga punk og Vést1i á móti, þær vilja meina að IceSave sé þeim tveimur að kenna.

Skotheld rök.
www.myspace.com/cynicalb
www.bullbanki.blogspot.com/

User avatar
Dagur
1. stigs nörd
Posts: 1485
Joined: Tue Jun 05, 2007 11:20 pm
Location: akureyri

Postby Dagur » Wed Sep 09, 2009 10:59 pm

Ég persónulega styð ekki þessa aðgerð en þó meininguna á bakvið hana. Ég held að fólk geri sér ekki alveg grein fyrir því hvað það er mikil pólitík í fótbolta almennt séð en þetta er u-17 ára landslið, kommon...
Þetta eru ungar stelpur á viðkvæmum aldri og sjálfsagt einhverjar þeirra sem finnst ráðist að sér persónulega, ég myndi skoða þetta ef þetta væri A-landslið.
[img]http://www.newcastle-online.org/nufcforum/Smileys/Lots_O_Smileys/dowie.jpg[/img]

http://www.dagurb.blogspot.com/

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Wed Sep 09, 2009 11:42 pm

Þessi mótmæli áttu einmitt ekki að beinast gegn unglingsstelpunum í liðinu heldur gegn landinu sem þær keppa fyrir. Ef maður sniðgengur Ísrael vegna þess að það sé ekki gjaldgengt í samfélagi þjóðanna, þá er þetta hluti af því. Ísraeli sem mótmælir stefnu stjórnar sinnar er auðvitað ekki sniðgenginn. Ég minni á að með sniðganga á Suður-Afríku átti stóran þátt í að fella apartheid-veldið þar.
Mér þykir jafn fáránlegt af Hollendingi að mótmæla mér sem ferðamanni af því að ég er fulltrúi ríkis og því ábyrgur efnahagsóstjórn.
Ferðamaður er ekki fulltrúi ríkis. Fótboltalið er það hins vegar.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
CynicalB
3. stigs nörd
Posts: 3012
Joined: Thu Feb 03, 2005 10:29 pm
Location: Þar sem gróðurinn grær, 110 Árbær

Postby CynicalB » Wed Sep 09, 2009 11:46 pm

Ferðamaður er ekki fulltrúi ríkis. Fótboltalið er það hins vegar.
:lol2
www.myspace.com/cynicalb
www.bullbanki.blogspot.com/

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Wed Sep 09, 2009 11:49 pm

Hvað er svona fyndið?
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Tryggvi Þórhallsson
3. stigs nörd
Posts: 3046
Joined: Thu Jul 18, 2002 9:34 am
Location: Hafnarfjörður

...

Postby Tryggvi Þórhallsson » Wed Sep 09, 2009 11:49 pm

Menn eru líka ekki að fatta að þetta var ekki vináttuleikur þar sem við sérstaklega buðum Ísrael í heimsókn. Þetta var leikur í undanriðli Evrópukeppninnar. Ef við hefðum ekki hleypt þeim hingað værum við í raun að segja okkur úr UEFA.

Íþróttamenn eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Ég lýt ekki svo á að þessar stúlkur séu merkisberar Zíonismanns. Þær eru einfaldlega bestu stúlkurnar U-17 sem koma frá þessu landi. Liðum hefur í gegnum tíðina verið meinaður aðgangur að ýmsum keppnum (t.d. Suður Afríka apartheids). Ég skil ekki alveg lógígina í því (og hver velur hvaða lið séu bönnuð). Af hverju fékk þá t.d. Gary Player að spila öll þessi mót, og Jody Schecter?
Ef við ætlum að pólitísera íþróttir ættum við bara að sleppa því t.d. að halda Ólympíuleika og heimsmeistaramót.
Allt er betra en íhaldið

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Wed Sep 09, 2009 11:51 pm

Íþróttir eru pólitískar, hvort sem þú vilt að þær séu það eða ekki. Það er afstaða að meina landi að taka þátt, rétt eins og það er afstaða að leyfa því það.

Hvað er Ísrael annars að gera í Evrópukeppni?
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Tryggvi Þórhallsson
3. stigs nörd
Posts: 3046
Joined: Thu Jul 18, 2002 9:34 am
Location: Hafnarfjörður

...

Postby Tryggvi Þórhallsson » Wed Sep 09, 2009 11:57 pm

Þeir vildu vera þar og fengu það. Rétt eins og Ástralía vildi vera í Asíu, Guyana vildi vera í Norður Ameríku o.fl.

En af hverju singla eitt ríki út? Hvað með Rússland? Bretland? Kína? Bandaríkin? Norður Kóreu? Zimbabwe? Íran? Saudi Arabíu? Burma? Ítalíu? Holland? .......

Af hverju lúta liðsíþróttir öðrum lögmálum en einstaklingsíþróttir?!?!?!?
Allt er betra en íhaldið

User avatar
CynicalB
3. stigs nörd
Posts: 3012
Joined: Thu Feb 03, 2005 10:29 pm
Location: Þar sem gróðurinn grær, 110 Árbær

Postby CynicalB » Thu Sep 10, 2009 12:00 am

Pimpdaddy er svo grimmilega on point hérna að það er hættulegt.
www.myspace.com/cynicalb
www.bullbanki.blogspot.com/

User avatar
Imprimeur
Töflunotandi
Posts: 450
Joined: Thu Nov 20, 2008 9:10 pm

Postby Imprimeur » Thu Sep 10, 2009 12:05 am

Meinaði Hitler ekki gyðingum að taka þátt á Ólympíuleikunum 1936?

Það á ekki að skapa milliríkjadeilur úr jafn fáránlegu og íþróttum. Hvernig væri heimurinn ef ríki bara bönnuðu þessum og hinum að spila íþróttir því þeim hugnast ekki eitthvað innan stjórnkerfisins í landinu þeirra? Við erum nú aðeins siðaðari en það vil ég meina.

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Thu Sep 10, 2009 12:12 am

Þetta er meira en eitthvert "eitthvað", Ísrael er grundvallað á mannréttindabrotum frá fyrsta degi, tilvist þess réttlætt með rasískri stjórnmálastefnu og það heldur uppteknum hætti án þess að depla auga. Það er ekkert sjálfsagðara en að taka sömu tökum á öðrum sambærilegum ríkjum. Það er t.d. eðlilegt ef Vinir Tíbets mótmæla aðkomu Kínverja að einhverju, eða Vinir Tsétséníu (væru þeir til) Rússlandi o.s.frv.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Tryggvi Þórhallsson
3. stigs nörd
Posts: 3046
Joined: Thu Jul 18, 2002 9:34 am
Location: Hafnarfjörður

...

Postby Tryggvi Þórhallsson » Thu Sep 10, 2009 12:19 am

Kjánalegt segi ég og slæmt fyrir góðan málstað. Ég ætla ekkert að verja stefnu Ísraelsstjórnar, hún er forkastanleg. En svona vitleysa gerir ekkert nema að grafa undan trúverðugleika mótmælenda. Alveg eins hægt að mótmæla á Kiss tónleikum.
Allt er betra en íhaldið

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Thu Sep 10, 2009 12:30 am

Hver ætti að mótmælta hverju á Kiss tónleikum?
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Tryggvi Þórhallsson
3. stigs nörd
Posts: 3046
Joined: Thu Jul 18, 2002 9:34 am
Location: Hafnarfjörður

..

Postby Tryggvi Þórhallsson » Thu Sep 10, 2009 12:49 am

Nú auðvitað Gene Simmons af því að hann er Ísraeli (fæddur Ísraeli) og þar af leiðandi merkisberi Zíonismans og andlit mannréttindabrota.
Allt er betra en íhaldið

User avatar
Berserkur
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 12973
Joined: Thu Jul 18, 2002 10:31 am
Location: 107

Postby Berserkur » Thu Sep 10, 2009 1:04 am

Að mótmæla stelpum sem spila íþrótt og vill svo til að séu frá Ísrael er álíka fáránlegt og að gera sér ferð á tónleika með Orphaned land (ísr. metal band) og mótmæla þar. Þær taka það sennilega persónulega til sín og finnst það dónaskapur að bendla sig við einhver voðaverk( skilti um morð).
Pimp: Þær eru einfaldlega bestu stúlkurnar U-17 sem koma frá þessu landi.
Einmitt. þær eru útvaldar og þær bestu frá ákveðnu landi/svæði. Það á ekki að blanda pólitík of mikið í þetta svið þó það sé stundum gert. Ekki viðeigandi.

User avatar
Hamfari
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 27987
Joined: Mon Jan 06, 2003 4:52 pm
Location: raskatinuáþér

Postby Hamfari » Thu Sep 10, 2009 8:27 am

Já af hverju Vést1 mótmælti ekki ísraelsku sveitinn Orphaned Land á Wacken á sínum tíma er með öllu óskiljanlegt :lol

Og nei íþróttir eru ekki pólítízkar þótt að stjórnir ákveða að meina hinum og þessum þátttöku, það kemur ekki íþróttunum við heldur pólitíkusunum.

Að ráðast gegn stelpum sem eru bara að spila fótbolta af því að þær eru frá sama landi og ríkisstjórn sín er fáránlegt, svívirða og heimska.
Það er nú óþarfi að vera svona dramatískur.
Held það standi ekkert til að ráðast gegn neinum.
Öhhh in case þú hefur aldrei fattað þá kemur dramatization the point across
[img]http://img84.imageshack.us/img84/1031/spaceqx7yo1.gif[/img]

Durturinn

Postby Durturinn » Thu Sep 10, 2009 3:40 pm

Jájá en hvernig fór leikurinn?

User avatar
Tryggvi Þórhallsson
3. stigs nörd
Posts: 3046
Joined: Thu Jul 18, 2002 9:34 am
Location: Hafnarfjörður

...

Postby Tryggvi Þórhallsson » Thu Sep 10, 2009 3:44 pm

Við fokkuðum þessum hryðjuverkamönnum upp!!! :lol
Allt er betra en íhaldið

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Fri Sep 11, 2009 11:37 am

Orphaned Land eru friðarsinnar.
Kiss er ekki fulltrúi Ísraels, en landslið er það.

Auk þess:
ATH! Þetta eru friðsöm mótmæli! Við hvetjum fólk til að hegða sér prúðmannlega og sýna ísraelsku stúlkunum virðingu. Við erum að mótmæla stefnu ísraelskra yfirvalda í Palestínu, ekki U-17 landsliði Ísraels.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Tryggvi Þórhallsson
3. stigs nörd
Posts: 3046
Joined: Thu Jul 18, 2002 9:34 am
Location: Hafnarfjörður

...

Postby Tryggvi Þórhallsson » Fri Sep 11, 2009 2:36 pm

Vésteinn: Hvort heldur þú að þær séu að spila fyrir þjóð sína eða ríkisstjórn sína?
Allt er betra en íhaldið

MrJinx
Töflubarn
Posts: 39
Joined: Sat Mar 07, 2009 5:23 pm

Re: ...

Postby MrJinx » Fri Sep 11, 2009 3:05 pm

Vésteinn: Hvort heldur þú að þær séu að spila fyrir þjóð sína eða ríkisstjórn sína?
Er þjóðin ríkisstjórnin, eða er ríkisstjórnin þjóðin?

Þessi umræða er alger hringavitleysa :lol2

haffeh
Siðapostuli
Posts: 18842
Joined: Sat Jul 20, 2002 12:39 am

Postby haffeh » Fri Sep 11, 2009 3:22 pm

Er ekki komið af nóg af þessari umræðu, þessi atburður er liðinn og meðlimir palestínusamtakana hafa tjáð sína skoðun á málum.
The world ain't all sunshine and rainbows. It is a very mean and nasty place and it will beat you to your knees and keep you there permanently if you let it. You, me, or nobody is gonna hit as hard as life. But it ain't how hard you hit; it's about how hard you can get hit, and keep moving forward. How much you can take, and keep moving forward. That's how winning is done. Rocky Balboa

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Re: ...

Postby Vést1 » Fri Sep 11, 2009 3:29 pm

Vésteinn: Hvort heldur þú að þær séu að spila fyrir þjóð sína eða ríkisstjórn sína?
Það er ekki til neitt sem heitir "ísraelska þjóðin".
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Tryggvi Þórhallsson
3. stigs nörd
Posts: 3046
Joined: Thu Jul 18, 2002 9:34 am
Location: Hafnarfjörður

...

Postby Tryggvi Þórhallsson » Fri Sep 11, 2009 4:08 pm

Vésteinn. Nú ertu alveg í ruglinu. Ok, ég skal ger þér til geðs..... fólk Ísraels þá?(ef þér líður betur með það).
Allt er betra en íhaldið

User avatar
Tryggvi Þórhallsson
3. stigs nörd
Posts: 3046
Joined: Thu Jul 18, 2002 9:34 am
Location: Hafnarfjörður

...

Postby Tryggvi Þórhallsson » Fri Sep 11, 2009 4:22 pm

Svo ég komi með pointið (nenni ekki að bíða eftir öðrum útúrsnúningi hjá Vésteini).... þá spila knattspyrnumenn auðvitað fyrir fólkið í landinu en ekki ríkisstjórnirnar. Eiður Smári er harður Sjálfstæðismaður en er ennþá í landsliðinu þrátt fyrir vinstri stjórn. Hann spilar fyrir Íslendinga, ekki Jóhönnu og Steingrím. Frank Lampard hefur verið í enska landsliðinu um langa hríð og gríðarlega gagnrýnin á stjórn Verkamannaflokksins.

Ég lít ekki á ísraelska landsliðið sem málsvara Ísraelsstjórnar. Þeir eru málsvarar ísraelska knattspyrnusambandsins og fólksins í landinu.
Allt er betra en íhaldið

User avatar
Hamfari
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 27987
Joined: Mon Jan 06, 2003 4:52 pm
Location: raskatinuáþér

Postby Hamfari » Fri Sep 11, 2009 7:01 pm

100% sammála. Að klína pólítík á íþróttir er gersamlega út í hött. Íþróttir snúast um... íþróttir.
Þetta er svona svipað ef Hollendingar hefði mætt til þess að mótmæla icesave ruglinu í landsleik á móti Íslandi á Hollandi.
Er ekki komið af nóg af þessari umræðu, þessi atburður er liðinn og meðlimir palestínusamtakana hafa tjáð sína skoðun á málum.
Já, gvuð forði okkur frá áframhaldandi umræðu á spjallþráðum umræðuvefs!
Einhverjum gæti liðið illa yfir því eða eikkað?
[img]http://img84.imageshack.us/img84/1031/spaceqx7yo1.gif[/img]

User avatar
ChrisMcCandless
1. stigs nörd
Posts: 1881
Joined: Thu Aug 28, 2008 8:58 pm

Postby ChrisMcCandless » Fri Sep 11, 2009 7:18 pm

100% sammála. Að klína pólítík á íþróttir er gersamlega út í hött. Íþróttir snúast um... íþróttir.
Þetta er svona svipað ef Hollendingar hefði mætt til þess að mótmæla icesave ruglinu í landsleik á móti Íslandi á Hollandi.
Er ekki komið af nóg af þessari umræðu, þessi atburður er liðinn og meðlimir palestínusamtakana hafa tjáð sína skoðun á málum.
Já, gvuð forði okkur frá áframhaldandi umræðu á spjallþráðum umræðuvefs!
Einhverjum gæti liðið illa yfir því eða eikkað?
Thad var samt fyndid ad sjà borda sem stòd à: "Thid unnud kannski leikinn en vid erum med peningana ykkar" eftir sigur Hollendinga à Ìslendingum :lol
[img]http://www.remotecentral.com/dvd/airplane-3.jpg[/img]
I just want to tell you both good luck. We're all counting on you.

User avatar
CynicalB
3. stigs nörd
Posts: 3012
Joined: Thu Feb 03, 2005 10:29 pm
Location: Þar sem gróðurinn grær, 110 Árbær

Postby CynicalB » Fri Sep 11, 2009 7:33 pm

100% sammála. Að klína pólítík á íþróttir er gersamlega út í hött. Íþróttir snúast um... íþróttir.
Þetta er svona svipað ef Hollendingar hefði mætt til þess að mótmæla icesave ruglinu í landsleik á móti Íslandi á Hollandi.
Er ekki komið af nóg af þessari umræðu, þessi atburður er liðinn og meðlimir palestínusamtakana hafa tjáð sína skoðun á málum.
Já, gvuð forði okkur frá áframhaldandi umræðu á spjallþráðum umræðuvefs!
Einhverjum gæti liðið illa yfir því eða eikkað?
Thad var samt fyndid ad sjà borda sem stòd à: "Thid unnud kannski leikinn en vid erum med peningana ykkar" eftir sigur Hollendinga à Ìslendingum :lol
:lol2 mynd?
www.myspace.com/cynicalb
www.bullbanki.blogspot.com/

User avatar
Hamfari
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 27987
Joined: Mon Jan 06, 2003 4:52 pm
Location: raskatinuáþér

Postby Hamfari » Fri Sep 11, 2009 7:36 pm

skondið en frekar ósmekklegt :bla
vorkenni nefnilega þessu fólki sem missti peninginn sinn í þessu
[img]http://img84.imageshack.us/img84/1031/spaceqx7yo1.gif[/img]

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Re: ...

Postby Vést1 » Fri Sep 11, 2009 10:43 pm

Vésteinn. Nú ertu alveg í ruglinu. Ok, ég skal ger þér til geðs..... fólk Ísraels þá?(ef þér líður betur með það).
Svona af forvitni, hvað eru margar palestínskar stelpur í þessu liði? Veistu það? Ég meina þá "ísraelskir arabar". Ætli það séu margar?

Þú ruglar saman ríkisstjórn og ríki. Eiður Smári getur vel verið hlynntur íslenska ríkinu -- það er að segja, Lýðveldinu Íslandi, án þess að styðja þau stjórnvöld sem eru við völd þessa stundina. Ísrael er ekki ríki eins og önnur ríki, það er ekki ríki fólksins sem í því býr, heldur, samkvæmt því sjálfu, ríki gyðinga sem slíkra. Gyðingur sem er fæddur, uppalinn og búsettur í New York, Krasnoyarsk eða Belgrad marga ættliði aftur í tímann, hefur meiri rétt í Ísrael heldur en Palestínumaður sem er fæddur, uppalinn og búsettur í Jerúsalem marga ættliði aftur í tímann. Ísrael er trú/kynflokks-ríki, þar er hvorki jafnræði, mannréttindi né lýðræði. Trúar- eða kynþáttar-rasismi með apartheid-forréttindum hinna útvöldu er óásættanlegur tilverugrundvöllur ríkis. Zíonismi er óásættanleg hugmyndafræði til þess að grundvalla ríki á, rétt eins og aðrar þjóðrembustefnur.

Einhverjar landsliðsstelpur geta vel verið á móti ríkisstjórninni, jafnvel gætu þær verið andvígar mannréttindabrotum. Ég efast samt um að margar þeirra neiti herþjónustu, án þess að ég fullyrði neitt um það. Það er samt líka aukaatriði, enda snerust þessi mótmæli ekki um landsliðsstelpurnar, heldur um það að það sé sjálfsagt að rasískt ríki -- N.B. ríkið sjálft, ekki bara núverandi ríkisstjórn -- sé representerað, gjaldgengt og velkomið meðal siðaðra manna sem þykjast hafa mannréttindi í heiðri.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Tryggvi Þórhallsson
3. stigs nörd
Posts: 3046
Joined: Thu Jul 18, 2002 9:34 am
Location: Hafnarfjörður

...

Postby Tryggvi Þórhallsson » Fri Sep 11, 2009 10:59 pm

Svona af forvitni, hvað eru margar palestínskar stelpur í þessu liði? Veistu það? Ég meina þá "ísraelskir arabar". Ætli það séu margar?
Veit það ekki. Örugglea einhverjar. Í A-landsliði Ísraels (karla) eru nokkrir Arabar.
Ísrael er ekki ríki eins og önnur ríki, það er ekki ríki fólksins sem í því býr, heldur, samkvæmt því sjálfu, ríki gyðinga sem slíkra.
Af hverju leyfa þeir þá Aröbum að spila fyrir landsliðið?
Ísrael er trú/kynflokks-ríki, þar er hvorki jafnræði, mannréttindi né lýðræði. Trúar- eða kynþáttar-rasismi með apartheid-forréttindum hinna útvöldu er óásættanlegur tilverugrundvöllur ríkis. Zíonismi er óásættanleg hugmyndafræði til þess að grundvalla ríki á, rétt eins og aðrar þjóðrembustefnur.
....og hvernig er þetta öðruvísi en mörg önnur vafasöm ríki???? Þú mátt heldur ekki gleyma því að fótboltamennirnir eru ekki að spila fyrir RÍKIÐ. Þeir eru að spila fyrir FÓLKIÐ. Puerto Rico hefur eigin knattspyrnulið. Færeyjar hafa eigið knattspyrnulið. Katalónía hefur eigið knattspyrnulið. Palestína hefur eigið knattspyrnulið. Norður Írland hefur eigið knattspyrnulið.
heldur um það að það sé sjálfsagt að rasískt ríki -- N.B. ríkið sjálft, ekki bara núverandi ríkisstjórn -- sé representerað, gjaldgengt og velkomið meðal siðaðra manna sem þykjast hafa mannréttindi í heiðri.
.....Rangur vettvangur. Knattspyrnulið eru EKKI tengd við ríki. Þau eru tengd við knattspyrnusambönd. Lappneska knattspyrnulandsliðið spilar ekki fyrir lappneska ríkið.......AF ÞVÍ AÐ ÞAÐ ER EKKI TIL!!!
Allt er betra en íhaldið

User avatar
Tryggvi Þórhallsson
3. stigs nörd
Posts: 3046
Joined: Thu Jul 18, 2002 9:34 am
Location: Hafnarfjörður

...

Postby Tryggvi Þórhallsson » Fri Sep 11, 2009 11:10 pm

Ég fór nú að skoða roster-inn hjá þessu umrædda stúlknaliði að gamni. Það stendur hvergi hvort þær séu Arabar eða ekki en hér eru nöfn nokkurra sem gætu verið það (hljóma þannig í mínum eyrum):

Suf Hadad
Tamat Musan
Ahlam Zidan
Tal Mahleb
Noffar Nissan


....annars finnst mér þetta ekki skipta miklu máli. Knattspyrnuþjálfarar velja bestu mennina sem þeir geta (af því að þeir vilja vinna leiki). Franska landsliðið hefur að mjög miklum hluta verið skipað "útlendingum". Hollenska landsliðið er fullt af Súrinömum......einfaldlega af því að þeir eru góðir í fótbolta. Ef ísraelskir-arabar eru nógu góðir komast þeir í landsliðið. Þjálfari sem velur leikmenn eftir rasa verður ekki langlífur í starfi.
Last edited by Tryggvi Þórhallsson on Fri Sep 11, 2009 11:16 pm, edited 1 time in total.
Allt er betra en íhaldið

User avatar
Imprimeur
Töflunotandi
Posts: 450
Joined: Thu Nov 20, 2008 9:10 pm

Re: ...

Postby Imprimeur » Fri Sep 11, 2009 11:15 pm

Ísrael er ekki ríki eins og önnur ríki, það er ekki ríki fólksins sem í því býr, heldur, samkvæmt því sjálfu, ríki gyðinga sem slíkra. Gyðingur sem er fæddur, uppalinn og búsettur í New York, Krasnoyarsk eða Belgrad marga ættliði aftur í tímann, hefur meiri rétt í Ísrael heldur en Palestínumaður sem er fæddur, uppalinn og búsettur í Jerúsalem marga ættliði aftur í tímann. Ísrael er trú/kynflokks-ríki, þar er hvorki jafnræði, mannréttindi né lýðræði. Trúar- eða kynþáttar-rasismi með apartheid-forréttindum hinna útvöldu er óásættanlegur tilverugrundvöllur ríkis. Zíonismi er óásættanleg hugmyndafræði til þess að grundvalla ríki á, rétt eins og aðrar þjóðrembustefnur.
20% íbúa Ísraels eru Arabar, þannig að það er kannski ekki beint Gyðingaríki.

Er Ísrael eina "trú-ríkið" í heiminum?

Þú getur hraunað án rökstuðnings yfir Ísrael, en þú getur ekki staðhæft að það ríki meiri lýðræði, mannréttindi og jafnræði í Palestínu?

Ehud Olmert er t.d. verið að kæra vegna spillingar. Ef við myndum snúa þessu við, og Palestínu-Arabinn Olmert hefði verið spilltur í Palestínu, hefðu Palestínsk stjórnvöld ákært hann fyrir spillingu? Ég leyfi mér að efast stórlega um það.

En ef Ísraelar mismuna á grundvelli trúar eða kynþáttar þá fordæmi ég það auðvitað, en ég hugsa að Arabar í Ísrael hafi það betra en margir aðrir Arabar annarsstaðar í heiminum. (Þó það sé auðvitað engin afsökun fyrir mismunun)

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Re: ...

Postby Vést1 » Fri Sep 11, 2009 11:19 pm

Ísrael er ekki ríki eins og önnur ríki, það er ekki ríki fólksins sem í því býr, heldur, samkvæmt því sjálfu, ríki gyðinga sem slíkra.
Af hverju leyfa þeir þá Aröbum að spila fyrir landsliðið?
Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því. Þeir þurfa ekkert að banna þeim að spila.
Ísrael er trú/kynflokks-ríki, þar er hvorki jafnræði, mannréttindi né lýðræði. Trúar- eða kynþáttar-rasismi með apartheid-forréttindum hinna útvöldu er óásættanlegur tilverugrundvöllur ríkis. Zíonismi er óásættanleg hugmyndafræði til þess að grundvalla ríki á, rétt eins og aðrar þjóðrembustefnur.
....og hvernig er þetta öðruvísi en mörg önnur vafasöm ríki???? Þú mátt heldur ekki gleyma því að fótboltamennirnir eru ekki að spila fyrir RÍKIÐ. Þeir eru að spila fyrir FÓLKIÐ. Puerto Rico hefur eigin knattspyrnulið. Færeyjar hafa eigið knattspyrnulið. Katalónía hefur eigið knattspyrnulið. Palestína hefur eigið knattspyrnulið. Norður Írland hefur eigið knattspyrnulið.
Ekkert af þessum löndum, sem þú nefnir, gefur sérstakt tilefni til að sniðganga. Ísrael gerir það.
heldur um það að það sé sjálfsagt að rasískt ríki -- N.B. ríkið sjálft, ekki bara núverandi ríkisstjórn -- sé representerað, gjaldgengt og velkomið meðal siðaðra manna sem þykjast hafa mannréttindi í heiðri.
.....Rangur vettvangur. Knattspyrnulið eru EKKI tengd við ríki. Þau eru tengd við knattspyrnusambönd. Lappneska knattspyrnulandsliðið spilar ekki fyrir lappneska ríkið.......AF ÞVÍ AÐ ÞAÐ ER EKKI TIL!!!
Þannig að maður representerar ekki Ísrael við það að kalla sig "Landslið Ísraels"? Þú segir mér fréttir.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Tryggvi Þórhallsson
3. stigs nörd
Posts: 3046
Joined: Thu Jul 18, 2002 9:34 am
Location: Hafnarfjörður

...

Postby Tryggvi Þórhallsson » Fri Sep 11, 2009 11:26 pm

Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því. Þeir þurfa ekkert að banna þeim að spila
Nú ef Ísraelsríki er rasískt eins og þú segir........og samkvæmt þér er knattspyrnulið Ísrels andlit Ísraelsríkis...........af hverju banna þeir þeim þá ekki að spila?????
Ekkert af þessum löndum, sem þú nefnir, gefur sérstakt tilefni til að sniðganga. Ísrael gerir það
Ég var ekkert að tala um sniðgöngu!! Ég var að sýna fram á að knattspyrnulið tengjast ekkert ríkjum. Þau tengjast knattspyrnusamböndum. Knattspyrnusambönd sem oft hafa ekki einu sinni ríki á bakvið sig.


Þannig að maður representerar ekki Ísrael við það að kalla sig "Landslið Ísraels"? Þú segir mér fréttir.
Ekki Ísraels-RÍKI. Heldur ÍSRAELSMENN. Fólkið sem býr í landinu eða á uppruna sinn þar. Hvort sem það eru gyðingar eða arabar eða jafnvel aðrir.
Allt er betra en íhaldið

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Re: ...

Postby Vést1 » Sat Sep 12, 2009 12:03 am

Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því. Þeir þurfa ekkert að banna þeim að spila
Nú ef Ísraelsríki er rasískt eins og þú segir........og samkvæmt þér er knattspyrnulið Ísrels andlit Ísraelsríkis...........af hverju banna þeir þeim þá ekki að spila?????
Kannski finnst þeim krefisbundinn rasismi ekki þurfa að ná til íþróttaliða. Kannski er þetta yfirborðs-samkennd ætluð til að dylja alvarlegri tilfelli. Kannski tíma þeir ekki að missa af mögulegum afreksmönnum vegna trúar/kynþáttar. Þú getur giskað á það eins vel og ég.
Ekkert af þessum löndum, sem þú nefnir, gefur sérstakt tilefni til að sniðganga. Ísrael gerir það
Ég var ekkert að tala um sniðgöngu!! Ég var að sýna fram á að knattspyrnulið tengjast ekkert ríkjum. Þau tengjast knattspyrnusamböndum. Knattspyrnusambönd sem oft hafa ekki einu sinni ríki á bakvið sig.
Jæja, lönd þá. Lönd og ríki eru oft með sömu landamærin og bera sömu nöfnin, þótt það sé ekki alltaf þannig.
Þannig að maður representerar ekki Ísrael við það að kalla sig "Landslið Ísraels"? Þú segir mér fréttir.
Ekki Ísraels-RÍKI. Heldur ÍSRAELSMENN. Fólkið sem býr í landinu eða á uppruna sinn þar. Hvort sem það eru gyðingar eða arabar eða jafnvel aðrir.
"Ísraelsmenn"? Þjóðernissamkennd íbúa Ísraels er ekki eins einföld og hér. Fólk sem kallar sig "Ísraela" er yfirleitt ísraelskir gyðingar. Ísraelskir arabar hygg ég að kalli sig vanalega Palestínumenn. Ísrael er ekki þjóðríki. Mundirðu kannski segja að F.W. de Klerk hafi representerað Zulu-menn þegar hann kom fram á opinberum vettvangi sem forseti apartheid-Suðurafríku?
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Tryggvi Þórhallsson
3. stigs nörd
Posts: 3046
Joined: Thu Jul 18, 2002 9:34 am
Location: Hafnarfjörður

...

Postby Tryggvi Þórhallsson » Sat Sep 12, 2009 12:32 am

Kannski finnst þeim krefisbundinn rasismi ekki þurfa að ná til íþróttaliða. Kannski er þetta yfirborðs-samkennd ætluð til að dylja alvarlegri tilfelli. Kannski tíma þeir ekki að missa af mögulegum afreksmönnum vegna trúar/kynþáttar. Þú getur giskað á það eins vel og ég.
Kannski af því að þeir hugsa þetta út frá ÍÞRÓTTASJÓNARMIÐUM. Þjálfarar velja bestu leikmennina. Í ísraelska landsliðinu hafa spilað gyðingar, arabar, argentínumenn, tyrkir.... það skiptir engu máli. Ríkisfang skiptir ekki einu sinni höfuðmáli í knattspyrnu.
Jæja, lönd þá. Lönd og ríki eru oft með sömu landamærin og bera sömu nöfnin, þótt það sé ekki alltaf þannig.
Það er bara greinilegt á allri þessari umræðu að þú (antí-fótbolta-maður) skilur ekki út á hvað þetta gengur allt saman. Íþróttaheimurinn lýtur ekki sömu geópólitísku lögmálum og þú ert vanur að lesa um annars staðar.

Ísraelsmenn"? Þjóðernissamkennd íbúa Ísraels er ekki eins einföld og hér. Fólk sem kallar sig "Ísraela" er yfirleitt ísraelskir gyðingar. Ísraelskir arabar hygg ég að kalli sig vanalega Palestínumenn.
Ísraelskir Arabar spila með með ísraelska landsliðinu. Ísraelskir Arabar spila í ísraelsku deildarkeppnunum. Sum lið eru nær eingöngu skipuð ísraelskum-aröbum. Svipað og á Spáni, þar sem einungis Baskar spila með Athletic Bilbao en margir af þeim spila einnig með spænska landsliðinu og eru þá að spila fyrir Spán...........ekki spænska ríkið.
Að þú takir eitt knattspyrnulið út, kallir það rasískt (þó að allra þjóða kvikindi hafi spilað fyrir það) og að það eitt spili fyrir Ísraels-ríki og gyðinga er út í hött og í engum tenglsum við hinn fótboltalega veruleika. Prófaðu nú að fylgjast með HM næsta sumar og læra aðeins inn á þennan heim.......eða bara þegja um hann.
Mundirðu kannski segja að F.W. de Klerk hafi representerað Zulu-menn þegar hann kom fram á opinberum vettvangi sem forseti apartheid-Suðurafríku?
Hvað kemur þetta fótbolta við?

Smá info fyrir þig um Suður-Afríku og fótbolta: Suður Afríkumenn spiluðu ekki alþjóðaknattspyrnu um áratugi af því að stjórnarskrá þeirra leyfði aðeins al-hvít eða al-svört lið. Þetta stangaðist á við reglur FIFA og hvorugur aðilinn gat sætt sig við hinn. Það sama má segja um rugby-liðið þeirra (þó að sárafáir svartir spili reyndar rugby).
Allt er betra en íhaldið

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Re: ...

Postby Vést1 » Sun Sep 13, 2009 11:13 am

Stangaðist á við reglur FIFA, nú þar er komin ein enn hugsanleg ástæða fyrir því að Ísrael kynþáttaflokki ekki fótboltalið.

Þú berð greinilega ídealískar hugmyndir um metafýsískan handanheim hins fótboltalega veruleika.
Að þú takir eitt knattspyrnulið út, kallir það rasískt [...] og að það eitt spili fyrir Ísraels-ríki og gyðinga er út í hött
Vertu ekki með þetta bull.

Kallaði ég fótboltaliðið rasískt? Nei.
Spilar það fyrir Ísrael? Já.
Spilar það fyrir gyðinga? Nei.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Tryggvi Þórhallsson
3. stigs nörd
Posts: 3046
Joined: Thu Jul 18, 2002 9:34 am
Location: Hafnarfjörður

...

Postby Tryggvi Þórhallsson » Sun Sep 13, 2009 1:17 pm

Þú berð greinilega ídealískar hugmyndir um metafýsískan handanheim hins fótboltalega veruleika.
Nei, þú leggur allt að jöfnu án þess að hafa kynnt þér málið.
Kallaði ég fótboltaliðið rasískt? Nei.
Spilar það fyrir Ísrael? Já.
Spilar það fyrir gyðinga? Nei.
Núna ertu að játa það að þú hafir haft rangt fyrir þér. Landslið Ísraela spilar EKKI fyrir ísraelska ríkið. Það spilar fyrir fólkið sem býr í (eða hefur búið í) eða á uppruna sinn að rekja til landsins.


...nema náttúrulega að mótmælin hafi verið gegn öllum íbúum landsins en ekki ríkinu....þá væri þetta náttúrulega algerlega óréttlætanlegt. En ég vill ekki trúa því upp á mótmælendurna.
Allt er betra en íhaldið

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Mon Sep 14, 2009 5:07 pm

Ég vil að Ísrael sé beitt þvingunum sem það finnur fyrir, ekki bara formlega pólitískum heldur líka meðal annars akademískum, menningarlegum og íþróttalegum. Ef Ísraelar vilja taka þátt í ráðstefnum, menningarhátíðum eða íþróttamótum, þá vil ég fyrst krefja þá um að fordæma hernámið. Ef þeir eru ekki tilbúnir til þess, þá lít ég ekki á þá sem ásættanlega þátttakendur.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Tryggvi Þórhallsson
3. stigs nörd
Posts: 3046
Joined: Thu Jul 18, 2002 9:34 am
Location: Hafnarfjörður

...

Postby Tryggvi Þórhallsson » Mon Sep 14, 2009 5:50 pm

Þá ert þú semsagt að mótmæla Ísraelsmönnum en ekki bara ríkinu. Það er ekki ásættanlegt að mínu mati. Mótmæli verða að vera vel ígrunduð ef það á að taka þau alvarlega og þau verða að beinast gegn þeim aðilum sem eiga það skilið.

.....alveg eins hægt að mótmæla á Kiss tónleikum!

p.s. Gene Simmons væri samkvæmt reglum FIFA gjaldgengur í ísraelska landsliðið. :lol

Nú mæltir þú einhvern tíman með V for Vendetta myndinni. Þú hlýtur þá að hafa mótmælt um leið og þú sást hana? Natalie Portman lék nú í henni......og hún er væntanlega ekki ásættanleg sem Ísraelsmaður?
Allt er betra en íhaldið

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Mon Sep 14, 2009 6:43 pm

Sniðganga snýst einmitt ekki síst um að láta óbreytta borgara vita það að okkur sé ekki sama um hvernig ríkisstjórnin þeirra hegðar sér og þrýsta á þá að þrýsta á stjórnvöldin.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Tryggvi Þórhallsson
3. stigs nörd
Posts: 3046
Joined: Thu Jul 18, 2002 9:34 am
Location: Hafnarfjörður

...

Postby Tryggvi Þórhallsson » Mon Sep 14, 2009 8:25 pm

Nú er þetta orðið mjög óljóst hjá þér. Má semsagt labba upp að hvaða manni sem er og mótmæla því landi sem hann er frá? Ætti ég að standa fyrir utan hús nágranna minna (sem eru frá Sri Lanka) með mótmælaspjald gegn stríðinu í Sri Lanka?

Í mörgum tilvikum tilheyra knattspyrnumenn mismunandi ríkjum. Stór hluti landsliðs Jamaíka er með breskt ríkisfang en ekki jamaískt t.d. ........af því að ríkisfang skiptir ekki öllu máli hjá FIFA.Ég myndi skilja vel mótmæli gegn t.d. erindrekum Ísraelsríkis en ekki gegn knattspyrnuliðum (hvorki landsliðum né félagsliðum), hljómsveitum eða öðrum óbreyttum borgurum.
Allt er betra en íhaldið

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Tue Sep 15, 2009 6:57 pm

Boycott, Divestment and Sanctions
Boycott, Divestment and Sanctions (BDS) refers to an international economic campaign initiated by the July 9, 2005, call of 171 Palestinian non-governmental organizations "... for Boycott, Divestment and Sanctions against Israel Until it Complies with International Law and Universal Principles of Human Rights."[1] The three stated goals of the campaign are:

1. An end to Israel's "occupation and colonization of all Arab lands and dismantling the Wall;"
2. Israeli recognition of the "fundamental rights of the Arab-Palestinian citizens of Israel to full equality;" and,
3. Israeli respect, protection, and promotion of "the rights of Palestinian refugees to return to their homes and properties as stipulated in UN resolution 194."
Nánar: http://en.wikipedia.org/wiki/Boycott,_D ... _Sanctions
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Tryggvi Þórhallsson
3. stigs nörd
Posts: 3046
Joined: Thu Jul 18, 2002 9:34 am
Location: Hafnarfjörður

...

Postby Tryggvi Þórhallsson » Tue Sep 15, 2009 8:28 pm

Enn kemur Vésteinn ekki með með neitt komebakk varðandi fótboltahliðina á málinu (sennilega af því að hann þekkir ekki þann heim). Hann svarar heldur ekki því sem ég sagði í seinasta pósti heldur slettir bara fram wikipediugrein um sniðgöngu.

Kommon, Vésteinn. Þú hlýtur nú að eiga einhverja vini sem fylgjast með fótbolta og geta frætt þig eitthvað um þetta?


Fyrst við erum komnir inn í wikipediu kvóteringaleikinn. Þá ætla að ég að sletta fram grein um "Jimmy" Turk.

http://en.wikipedia.org/wiki/Rifaat_Turk

Born in Jaffa, Turk was the son of a fisherman and dropped out of school during the eighth grade..[1] After being spotted by a scout in 1970 at the age of 16, he joined Hapoel Tel Aviv's youth team, and made his debut for the club in 1972. The following year he made his debut for the Israel national team, and also became the first Arab to represent Israel at the Olympic games when he played in the football tournament of the 1976 Summer Olympics.[2] In 1980 he was named Israel's player of the year.[1]

After leaving Hapoel Tel Aviv in 1984, Turk signed for Hapoel Jerusalem. He retired from playing in 1987,[1] and went on to manage several clubs, including Hapoel Tayibe, the first Arab club to play in the top division
Turk is a member of Meretz-Yachad and was elected to the city council in 1998.[1] In 2003 he was elected the city's deputy mayor.[2]
Image

Spilaði á miðjunni. Hóf ferilinn 1970 í unglingaliði Hapoel Tel Aviv. Spilaði allt til 1984 með Tel Aviv og Hapoel Jerusalem. Spilaði 34 landsleiki fyrir Ísrael á árunum 1976-1986 og skoraði þrjú mörk.
Allt er betra en íhaldið

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Wed Sep 16, 2009 3:53 pm

Vá, gott hjá honum.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

haffeh
Siðapostuli
Posts: 18842
Joined: Sat Jul 20, 2002 12:39 am

Postby haffeh » Wed Sep 16, 2009 7:02 pm

Vá, gott hjá honum.
:lol
The world ain't all sunshine and rainbows. It is a very mean and nasty place and it will beat you to your knees and keep you there permanently if you let it. You, me, or nobody is gonna hit as hard as life. But it ain't how hard you hit; it's about how hard you can get hit, and keep moving forward. How much you can take, and keep moving forward. That's how winning is done. Rocky Balboa
Return to “Alvarlega hornið”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 1 guest

cron