OMG: Anikistar í Vatnsmýri???

Stjórnmál, Umhverfismál, heimspeki, hugleiðingar og tengd málefni (Politics, environment, serious stuff..)
User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

OMG: Anikistar í Vatnsmýri???

Postby Vést1 » Wed Sep 09, 2009 4:00 pm

Fullorðnir menn með öflugar tangir
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/20 ... ar_tangir/
Eftir Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur mbl sjónvarpi. tka@mbl.is

Garðar Þorbjörnsson eigandi Urðar og grjóts segir líklegast að einhverjir anarkistar standi að baki skemmdarverkum í Öskjuhlíð í nótt. Hann segir engin börn hafa verið að verki heldur fullorðnir menn með öflugar tangir. Slík verkfæri liggi ekki á glámbekk þar sem einhver vegfarandi geti gripið til þeirra.

Vélarrúm vinnuvéla voru fyllt af sandi og grjóti, klippt á olíuleiðslur og tölvubúnaður eyðilagður. Garðar segir að allt hafi verið í lagi um tíu leytið í gærkvöldi og mennirnir hafi líklega verið á ferðinni í nótt. Hann segir að líklega séu skemmdarvargarnir að agnúast út í eitthvað en hann viti ekki hvaða erindi það eigi við fyrirtækið Urð og grjót eða háskólanema.
Þessi Sherlock Þorbjörnsson er fljótur að leggja saman tvo og tvo. Sjáið fréttina sjálfa og myndbandið.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

Bubble boy
3. stigs nörd
Posts: 3185
Joined: Wed Jul 17, 2002 11:42 pm

Postby Bubble boy » Wed Sep 09, 2009 4:11 pm

:lol2
Jag rear ut min själ! Allt skal bort!!!

haffeh
Siðapostuli
Posts: 18842
Joined: Sat Jul 20, 2002 12:39 am

Postby haffeh » Wed Sep 09, 2009 4:22 pm

Finnst þetta frekar vanhugsað hjá kallinum en ég skil að hann stökkvi á þá ályktun að anarkistar gerðu þetta þar sem það var þeirra stíll að skemma vinnuvélar fyrir austan.

Ég hinsvegar tel þá ekki hafa gert það þar sem ég sé ekki hvaða ástæður búa að baki, klárlega ekki e-ð sem snertir ál eða virkjanir.

Lykilspurningin er: Hver berst gegn því að háskólinn rísi þarna?
The world ain't all sunshine and rainbows. It is a very mean and nasty place and it will beat you to your knees and keep you there permanently if you let it. You, me, or nobody is gonna hit as hard as life. But it ain't how hard you hit; it's about how hard you can get hit, and keep moving forward. How much you can take, and keep moving forward. That's how winning is done. Rocky Balboa

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Wed Sep 09, 2009 4:24 pm

Gæti verið óánægður fyrrum starfsmaður eða bara hann sjálfur í tryggingasvindli.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

haffeh
Siðapostuli
Posts: 18842
Joined: Sat Jul 20, 2002 12:39 am

Postby haffeh » Wed Sep 09, 2009 4:26 pm

Líklegra, enda þyrfti aðgang að mjög öflugum klippum, þessar slöngur eru ekkert grín að eiga við.
The world ain't all sunshine and rainbows. It is a very mean and nasty place and it will beat you to your knees and keep you there permanently if you let it. You, me, or nobody is gonna hit as hard as life. But it ain't how hard you hit; it's about how hard you can get hit, and keep moving forward. How much you can take, and keep moving forward. That's how winning is done. Rocky Balboa

User avatar
Villain
3. stigs nörd
Posts: 3295
Joined: Wed Jun 21, 2006 11:45 pm

Postby Villain » Wed Sep 09, 2009 5:37 pm

Þetta eru eitthverjir anarkistar, það er nokkuð ljóst.
Með bestu kveðju,

Villi

SENT FROM MY IPHONE

User avatar
listadrasl
2. stigs nörd
Posts: 2914
Joined: Tue Apr 29, 2003 2:22 pm
Location: ó þú yndislega borg

Postby listadrasl » Wed Sep 09, 2009 6:36 pm

Flott hvernig hann sanfærði sjálfan sig í þessu viðtali að þetta væru anarkistar.

User avatar
BombthrowingCollectivist
Töflunotandi
Posts: 191
Joined: Mon May 18, 2009 9:13 pm

Postby BombthrowingCollectivist » Wed Sep 09, 2009 7:12 pm

Persónulega finnst mér alltaf best að kenna Gyðingum um allt.
En Anarkistar virkar alveg líka.


Svo er alltaf hægt að gera bæði, ég sá einhverntímann mann á veraldarvefnum að tala um það að Anarkismi væri augljóslega alþjóðlegt samsæri Gyðinga.
Gæti reyndar alveg verið satt þar sem meira og minna allir þekktustu Anarkistarnir eru af Gyðingaættum.

User avatar
skrimsli
2. stigs nörd
Posts: 2300
Joined: Thu Jan 02, 2003 7:29 pm
Location: Þriðji klettur frá sólu.

Postby skrimsli » Wed Sep 09, 2009 7:21 pm

Gæti verið óánægður fyrrum starfsmaður eða bara hann sjálfur í tryggingasvindli.
Slatti af þessu var ótryggt.

Þetta eru augljóslega hústökumenn af Vatnsstíg að mótmæla kerfinu.
I wish I wish I was a fish

User avatar
Tímavélin
4. stigs nörd
Posts: 4006
Joined: Sat May 29, 2004 1:14 pm

Postby Tímavélin » Thu Sep 10, 2009 12:22 pm

hahaha
[url=http://www.andspyrna.org]ANDSPYRNA.ORG - Róttækt bókasafn og viskuuppspretta[/url]

Ráðgjafi í þyngdarstjórnun
Helfararsinni í hlutastarfi
Sérfræðingur í andlegu hreinlæti
Heimskunnur fyrirlesari um fjárhagslega heilsu

User avatar
Hafliði
2. stigs nörd
Posts: 2333
Joined: Sun Apr 29, 2007 2:29 am
Location: Kópavogur vestur

Postby Hafliði » Thu Sep 10, 2009 12:52 pm

Maður þarf nánast vélklippur til að klippa þetta, frekar tæpt með handklippum.

Var að vinna þarna í háskólanum í rvk í sumar og varð aldrei var við neina mótmælendur eða neitt svo þetta er mjög skrítið, gæti verið hver sem er, hvort sem hann sé bankastjori eða anarkisti

User avatar
Jóhannes
4. stigs nörd
Posts: 4895
Joined: Tue Sep 20, 2005 2:03 pm

Postby Jóhannes » Thu Sep 10, 2009 1:07 pm

Pfff... ég naga svona í sundur á no-time...

"THERE'S ADAMANTIUM IN HIS BONES - HE'S GOT A JAW THAT'S MADE OF STONE!"Return to “Alvarlega hornið”

Who is online

Users browsing this forum: Majestic-12 [Bot] and 8 guests

cron