Afhverju eru svona margir á launum þarna? Er það nauðsynlegt að vera með svona mörg stöðugildi?
Hvað er gert þarna?
Eftir smá gúgl og upplýsingaleit komst ég að þessu:
http://www.kirkjan.is/stjornsysla/biskupsstofaVerkefni á Biskupsstofu
Öll svið Biskupsstofu hafa það að meginmarkmiði að móta og framfylgja stefnu kirkjunnar á einstökum verksviðum og styðja við starf sókna og stofnana er starfa á þeim sviðum.
Starfsmannamál eru umfangsmikið verkefni á Biskupsstofu. Þau lúta að hinum vígðu þjónum kirkjunnar og starfsmönnum kirkjulegra stofnana.
Hlutverk fjármálasviðs Biskupsstofu er að veita réttar og aðgengilegar upplýsingar um fjárhagsstöðu á hverjum tíma og stunda vandaða áætlanagerð og ráðgjöf. Sjá nánar liðinn fjármál hér á vefnum.
Fræðslusvið
Kærleiksþjónustusvið
Helgihalds- og kirkjutónlistarsvið
Guðfræði- og þjóðmálasvið
Alþjóðasvið
Enn fremur, vakti það athygli hjá mér hverngi skipuritið þeirra er uppsett. Er nauðsynlegt að hafa Kærleiksþjónustusvið? Helgihalds- og kirkjutónlistarsvið? (Eru aðrir kimar ríkisbáknsins með tónlistarsvið?)
Stefnumótun Kærleiksþjónustusviðs, Biskupsstofu:
Að efla kærleiksþjónustu íslensku þjóðkirkjunnar innan safnaða og í sérþjónustu hennar. Stuðla að auknum tengslum milli þeirra sem sinna kærleiksþjónustu á ofangreindum sviðum og þess starfs sem er til stuðnings einstaklingum og hópum svo sem Hjálparstarfi kirkjunnar og Fjölskylduþjónustu kirkjunnar.
Kærleiksþjónusta er hlutverk kirkjunnar byggt á kærleika Krists. Hún er umhyggja fyrir náunganum í erfiðum aðstæðum lífsins. Þetta má einnig orða þannig að kærleiksþjónusta sé að sýna trú í verki. Kirkjan sinnir þessari þjónustu bæði utanlands og innan. Verkefnisstjóri hefur eftirfarandi starfssvið: Þjónustu við djákna, starfsþjálfun djáknanema, sérþjónustu, sálgæslu, hjálparstarf og kristniboð.
Er þessi þjónusta að skila sér til almennings? Maður spyr sig.