8. desember 2008 , tveimur árum síðar: Mál nímenninganna

Stjórnmál, Umhverfismál, heimspeki, hugleiðingar og tengd málefni (Politics, environment, serious stuff..)
User avatar
siggi punk
5. stigs nörd
Posts: 5626
Joined: Wed Jul 24, 2002 5:32 pm
Location: Vesturbærinn

8. desember 2008 , tveimur árum síðar: Mál nímenninganna

Postby siggi punk » Mon Dec 06, 2010 5:00 pm

Nú um helgina var hrint af stað ljósmyndaverkefni þar sem fólki gefst
kostur á að lýsa yfir stuðningi við nímenningana með því að sitja fyrir á
myndum með skilti sem á er ritað eigin stuðningsyfirlýsing. Myndirnar verða
settar á stuðningsvefsíðuna www.rvk9.org og fólk er jafnframt hvatt til að
dreifa sinni mynd sem víðast, til að mynda með því að nota hana sem
prófílmynd á Facebook. Dæmi um stuðningsyfirlýsingar sem fólk hefur þegar
notað í þessu verkefni eru: „Ég styð níumenningana“, „Kærðu mig líka Ásta
Ragnheiður“ og „Við réðumst öll á Alþingi“.

Þau sem vilja taka þátt og sýna samstöðu með þessu móti geta sent inn sína
eigin mynd á netfangið samstada_rvk9 (hjá) hotmail.com, eða mætt í myndatöku
á Kjarvalsstöðum milli kl.14 og 17 næstkomandi sunnudag 5.desember, eða á
Hressó mánudagskvöldið 6.desember frá 19-21. Á staðnum verður pappír og
efni til að rita eigin skilaboð, ásamt plakötum sem aðrir hafa þegar gert.

Þann 8.desember næstkomandi verður svo blásið til samstöðuaðgerðar í Alþingi
við Austurvöll. Þennan dag, kl.14:30, fyllum við þingpallana og nýtum
stjórnarskrárbundinn rétt til viðveru á Alþingi, sýnum að við sættum okkur
ekki við ávirðingarnar sem nímenningarnir eru bornir. Mætum öll og gefum
skýr skilaboð, níu manneskjur geta ekki tekið skellin fyrir heila hreyfingu.
Styðjum nímenningana, þau eru níu af okkur.
Ný andspyrnuútgáfa: "Á Kaffihúsinu - Samræður um Anarkisma" klassískt anarkistarit eftir Errico Malatesta. Fæst í Ranimosk á laugavegi.
Einnig: "Um Anarkisma" eftir Nicholas Walter, ný prentun og barnabókin "Hulduheimur Heiðarlands" um börn sem læra skemmdarverkastarfsemi til náttúruverndar.

http://www.andspyrna.org - http://www.savingiceland.org - http://www.indymedia.org - http://www.infoshop.org - http://www.akpress.org - http://www.crimethinc.org - http://www.freedompress.org.uk - http://www.microcosmpublishing.com - http://www.activedistribution.org - http://www.littleblackcart.com - http://www.protest.net
http://www.anarchistvoices.wetpaint.com - http://www.hustaka.org - http://www.svartsokka.org - http://www.oskra.org - http://www.eggin.is

User avatar
Torturekiller
3. stigs nörd
Posts: 3641
Joined: Fri Jan 20, 2006 9:18 pm

Re: 8. desember 2008 , tveimur árum síðar: Mál nímenninganna

Postby Torturekiller » Mon Dec 06, 2010 7:12 pm

Styð þessa ,,glæpamenn''
Image

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Re: 8. desember 2008 , tveimur árum síðar: Mál nímenninganna

Postby Vést1 » Mon Dec 06, 2010 9:36 pm

Sama hér.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
Kaskur
3. stigs nörd
Posts: 3525
Joined: Mon Jan 03, 2005 12:22 am
Location: 101ESM.

Re: 8. desember 2008 , tveimur árum síðar: Mál nímenninganna

Postby Kaskur » Mon Dec 06, 2010 10:23 pm

Fór á Hressó í dag. Mæti á þingpalla á miðvikudag. Hvet aðra til að gera slíkt hið sama.
hi, how are you?
kvsk.tumblr.com

versac
40. stigs nörd
Posts: 76241
Joined: Mon Apr 29, 2019 4:43 pm

Re: 8. desember 2008 , tveimur árum síðar: Mál nímenninganna

Postby versac » Mon Sep 16, 2019 2:22 pmReturn to “Alvarlega hornið”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 4 guests

cron