Ann Druyan (ekkja Carl Sagan) með fyrirlestur á Íslandi

Stjórnmál, Umhverfismál, heimspeki, hugleiðingar og tengd málefni (Politics, environment, serious stuff..)
ThorsteinnK
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 5793
Joined: Wed Jul 24, 2002 6:07 pm
Location: Reykjavík
Contact:

Ann Druyan (ekkja Carl Sagan) með fyrirlestur á Íslandi

Postby ThorsteinnK » Fri May 13, 2011 2:04 am

Áhugaverður fyrirlestur hérna!

Image

Fimmtudaginn 26. maí flytur Ann Druyan fyrirlestur um vísindi, trúarbrögð og Carl Sagan. Fyrirlesturinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík (Bellatrix) og hefst klukkan 20:00.

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Ann Druyan er bandarískur rithöfundur, fyrirlesari og framleiðandi sjónvarpsþátta. Hún hefur fjallað mikið um áhrif vísinda og tækni á siðmenningu okkar. Druyan skrifaði ásamt eiginmanni sínum heitnum, geimvísindamanninum og húmanistanum Carl Sagan, handritið að Cosmos sjónvarpsþáttunum. Þessir þættir nutu mikilla vinsælda, unnu til fjölmargra verðlauna og voru sýndir í meira en 60 löndum. Skrifaði hún einnig söguna á bakvið kvikmyndina Contact ásamt Sagan og var listrænn stjórnandi á hönnun á þeim skilaboðum sem var komið fyrir á gullplötum þeim sem eru um borð í Voyager 1 og 2 geimförunum sem hafa siglt framhjá ystu plánetum sólkerfisins okkar núna.

Erindi hennar heitir „At Home in the Cosmos

Ann Druyan kemur til Íslands á vegum Siðmenntar í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og heldur fyrirlestur um togstreituna á milli vísinda og trúarbragða og þau áhrif sem Carl Sagan hafði á almenna þekkingu og umræðu um vísindi.

Síða Ann Druyan á Internet Movie Database:
http://www.imdb.com/name/nm0238668/

Widipedia: http://en.wikipedia.org/wiki/Ann_Druyan

https://www.facebook.com/event.php?eid=201304226571648

User avatar
slumbering napoleon
Byrjandi á töflunni
Posts: 62
Joined: Sun Dec 21, 2008 4:33 pm

Re: Ann Druyan (ekkja Carl Sagan) með fyrirlestur á Íslandi

Postby slumbering napoleon » Fri May 13, 2011 11:14 am


ah

ThorsteinnK
Styrktaraðili dordingull.com
Styrktaraðili dordingull.com
Posts: 5793
Joined: Wed Jul 24, 2002 6:07 pm
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Ann Druyan (ekkja Carl Sagan) með fyrirlestur á Íslandi

Postby ThorsteinnK » Sat May 14, 2011 2:05 am

Hérna líka er eitt frábært video með Ann. Simply stunning og maður fær alveg gæsahúð af því að hlusta á þetta


versac
40. stigs nörd
Posts: 74351
Joined: Mon Apr 29, 2019 4:43 pm

Re: Ann Druyan (ekkja Carl Sagan) með fyrirlestur á Íslandi

Postby versac » Mon Sep 16, 2019 2:52 pmReturn to “Alvarlega hornið”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 4 guests

cron