A short history of progress - bók

Stjórnmál, Umhverfismál, heimspeki, hugleiðingar og tengd málefni (Politics, environment, serious stuff..)
User avatar
siggi punk
5. stigs nörd
Posts: 5626
Joined: Wed Jul 24, 2002 5:32 pm
Location: Vesturbærinn

A short history of progress - bók

Postby siggi punk » Tue Jun 22, 2010 10:45 pm

A Short History of Progress

Ronald Wright

Da Capo Press 2004

„Þrátt fyrir ákveðna atburði á tuttugustu öldinni þá trúir flest fólk sem tilheyrir vestrænni menningu, enn á Viktoríanska hugsjón framfara, sannfæringu sem skilgreind var af sagnfræðingnum Sidney Pollard á árinu 1968 sem „þá ályktun að í gegnum mannkynssöguna sé ákveðið ferli breytinga ... að hún standi saman af óafturkræfum breytingum í einungis eina átt og það er í framfaraátt.“

-

Ronald Wright er sagnfræðingur og rithöfundur sem tekur hér fyrir, í stuttri og aðgengilegri bók, þá ranghugsun homo sapiens að allar framkvæmdir eða breytingar sem eiga sér stað séu framfarir. Hann leitar svara við spurningunni; „á hvaða leið erum við.“

Hugmyndin um efnislegar framfarir er mjög nýleg, ekki nema um 300 ára og sprettur upp samhliða vísindum og iðnaði og kallast á við niðurbrot hefðbundinna viðmiða. Lítill gaumur er í dag gefinn að siðferðilegum framförum sem voru helsta áhyggjuefni fyrri tíma, nema að gert er ráð fyrir að þær haldist í hendur við hið efnislega. „Trúin á framfarir hefur mótast og herst og þannig orðið að hugsjón – sértrú sem, rétt eins og þau trúarbrögð sem framfarir hafa ögrað, er blind á ákveðna galla í eigin rökum. Þessvegna hafa framfarir breyst í goðsögn í mannfræðilegum skilningi.“

Fornsteinöld varði í nærri þrjár milljónir ára, þar til loka síðustu ísaldar, sem var fyrir um 12.000 árum. 99.5 prósent mannlegrar tilveru hefur átt sér stað á fornsteinöld. Megnið af þeim tíma voru breytingar svo hægar að menningarhefðir endurtóku sig, kynslóð eftir kynslóð. Ný tækni gat tekið hundrað þúsund ár að þróast. Í dag eru breytingar svo hraðar að það sem maður lærir á barnsaldri getur verið úrelt þegar náð er þrítugu.

Wright segir homo sapiens hafa, gegnum söguna, verið að ganga inn í „framfaragildrur“. Fornsteinöld endaði þegar manneskjur bættu eigin veiðigetu en það var fyrsta framfaragildran. Fornleifar sýna hvernig fornmenn náðu stundum að slátra þúsundum dýra í einu og útrýmdu öllum hægfara skepnum á frekar skömmum tíma þar sem nýtt land var numið í Ameríku og Ástralíu. Mannkyn kom sér út úr afleiðingum ofveiðinnar með uppgötvun og útbreiðslu landbúnaðar. Samhliða þeirri útbreiðslu varð maðurinn háður landbúnaði um fæðu og getur ekki lagt hann til hliðar án þess að almenn hungursneyð fylgi. En hungur hefur alltaf fylgt manninum og gerir enn. Landbúnaður leiddi til hinnar umfangsmiklu tilraunar; hnattrænnar siðmenningar.

Mannfræðileg skilgreining á siðmenningu er „sértæk gerð menningar: Stór, flókin samfélög sem byggjast á ræktun plantna og tamningu dýra og manna. Siðmenningar eru ólíkar en hafa yfirleitt borgir og bæi, yfirstjórnir, stéttaskiptingu og sérhæfni í atvinnu. Allar siðmenningar eru menningarhópar, eða samblanda menningarhópa, en ekki eru allir menningarhópar siðmenntaðir.“ Samfélög veiðimanna og safnara voru yfirleitt jafnræðissamfélög. Landrými var nægilegt, efnislegar eigur litlar og landamæri engin þannig að gerðist leiðtogi leiðinlega umsvifamikill var „auðvelt að kjósa með fótunum“ og stofna nýjan flokk annarsstaðar. Þetta frjálsræði varðveittist í fyrstu þorpum mannkynssögunnar en fjölgun manna kallaði á aðskilnað samfélaga og eins og alþjóð veit er þjóðernishyggja fyrsta hollráð harðstjórans og óhugnanlega margir íslendinga reiðubúnir að gefa yfirvöldum eftir hluta af eigin frelsi ef það þýðir um leið að aðkomufólk eigi erfiðara með að komast til eyjarinnar.

Því þó að miklar og hraðar breytingar hafi átt sér stað í efnislegu umhverfi mannsins hefur heili okkar ekkert breyst síðustu hundrað þúsund árin. Sem tegund lifir maðurinn of lengi til að geta þróast mikið á ekki lengri tíma. „Meðan menning og tækni bæta við sig, gerir skynsemi það ekki.“

Wright tekur m.a. Páskaeyju í Kyrrahafi sem dæmi um siðmenningu sem dæmir sig úr leik með ofnýtingu síns náttúrulega umhverfis en þar blómstraði siðmenning frá fimmtu öld e. k., sem vegna hefða og trúarbragða hjó niður öll tré á eyjunni (þessi siðmenning var síðasta siðmenningin sem myndaðist í heiminum). Engin tré þýðir engir bátar til veiða og skógeyðing kallar á landauðn þar sem tré binda jarðveg.

Þegar evrópumenn (Kafteinn Cook) komu til eyjarinnar árið 1755 voru þar eftirlifendur orðnir aftur mannætur á steinaldarstigi. Spurning er hvort að þeir íbúanna sem hjuggu niður síðasta tréð gerðu sér ekki grein fyrir hvað þeir voru að gera og enn stærri spurning er afhverju í dag er verið að endurtaka þessa tilraun á hnattrænum skala!? Enn í nafni framfara og hefða!

Siðmenning Súmera, þar sem nú er Írak, hrundi af svipuðum ástæðum: Siðmenningin, sem byggðist á sérhæfðri hástétt með mikið af þrælum undir sér, hélt sig við niðurnegld viðhorf og verklag áningarlandbúnaðar sem gerði jarðveginn smám saman saltari og þessvegna er landsvæðið eyðimörk í dag. Hástéttir eru alltaf staurblindar á eigið ástand og þeir sem höfðu vit á landbúnaði höfðu ekki völd til að breyta neinu. Wright fer nánar ofan í þetta ferli og einnig svipaðar grunnástæður þess að Rómaveldi og veldi Mayanna hrundu á um þúsund árum vegna náttúruáníðslu.

Wright kvótar Joseph Tainter sem hefur skrifað um „Collapse of Complex Societies“ og uppnefnir hrun Súmera „stjórnlausa lest.“ Hann segir um landbúnað að hann sé í raun annað dæmi um stjórnlausa lest: „Fyrri ástæðan er líffræðileg: Íbúafjöldi eykst þar til hann nær mörkum fæðuöflunargetu. Hin er félagsleg: Allar siðmenningar mynda stigveldi. Söfnun auðs til forréttindahópa tryggir að aldrei verður til nóg fyrir alla.“

Mögulega er þessi vanhæfni til að sjá inn í framtíðina tilkomin vegna þess að mestan hluta mannkynssögunnar hefur maðurinn lifað „tínandi af trjánum.“ Félagsleg áhrif valdapýramída innan stórra samfélaga eru þau að forréttindahópum er hagur í að viðhalda kyrrstöðunni og þeir halda áfram að þrífast á harðindatímum löngu eftir að umhverfið og almenningur er farinn að láta á sjá. Er það ekki þannig sem megnið af hinum vestræna heimi lifir í dag? Á fæðu sem er innflutt frá svæðum sem geta verið á barmi vistfræðilegs hruns? Vitað er að landbúnaður fúnkerar einungis vegna tilbúins áburðar sem er olíuafurð. Hvenær kemur olíukreppan og þar með hnattræn hungursneyð?

„Við erum nú á því stigi þegar íbúar Páskaeyjar gátu ennþá stöðvað hugsunarlaust skógarhöggið ... ef við gerum það ekki núna, meðan við höfum það gott, getum við það aldrei þegar harðnar á dalnum“ segir Wright í lokaorðum.

Eins og áður sagði er „A Short History of Progress“ auðlesin bók enda höfundur bæði rithöfundur og sagnfræðingur. Hann fjallar um yfirvofandi hrun útfrá staðreyndum og er frekar laus við dramað sem t.d. umhverfisaktivisti hefði fyllt bókina af og raunar skrifar Wright í léttum dúr um þennan fjanda sem framfaragoðsögnin er.

Þegar þetta er skrifað eru fulltrúar þessarar sértrúar að fara mikinn í fjölmiðlum á íslandi og krefjast þess að allar „auðlindir“ sem hægt er að nýta, séu nýttar til hins ýtrasta til að „tryggja framfarir.“ Atvinnumeðmælendaáróður Samtaka Iðnaðarins og Samtaka Atvinnurekenda er ein af ástæðum þess að mig langaði til að lesa þessa bók og vissulega hjálpaði hún mér mjög mikið til að sjá ástand menningarhópsins sem við erum hluti af, í stærri mynd og í sögulegu samhengi.

Höfundur er ekkert að koma með sérstakar tillögur til úrbóta eða gera kröfur. Hann er að rekja hvað aðrir menningarhópar klikkuðu á, með hrikalegum afleiðingum, og hvernig það sama er að eiga sér stað núna, með enn hrikalegri afleiðingum.
Ný andspyrnuútgáfa: "Á Kaffihúsinu - Samræður um Anarkisma" klassískt anarkistarit eftir Errico Malatesta. Fæst í Ranimosk á laugavegi.
Einnig: "Um Anarkisma" eftir Nicholas Walter, ný prentun og barnabókin "Hulduheimur Heiðarlands" um börn sem læra skemmdarverkastarfsemi til náttúruverndar.

http://www.andspyrna.org - http://www.savingiceland.org - http://www.indymedia.org - http://www.infoshop.org - http://www.akpress.org - http://www.crimethinc.org - http://www.freedompress.org.uk - http://www.microcosmpublishing.com - http://www.activedistribution.org - http://www.littleblackcart.com - http://www.protest.net
http://www.anarchistvoices.wetpaint.com - http://www.hustaka.org - http://www.svartsokka.org - http://www.oskra.org - http://www.eggin.isReturn to “Alvarlega hornið”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 6 guests

cron