Biskupsstofa... stofnun sem ætti að líta betur á

Stjórnmál, Umhverfismál, heimspeki, hugleiðingar og tengd málefni (Politics, environment, serious stuff..)
haffeh
Siðapostuli
Posts: 18842
Joined: Sat Jul 20, 2002 12:39 am

Biskupsstofa... stofnun sem ætti að líta betur á

Postby haffeh » Tue Jul 13, 2010 1:48 pm

Til þess að peppa upp umræðurnar á þessu spjallborði.. mér var sagt það að þessi stofnun, Biskupsstofa, væri með yfir 60 manns í starfi. Það finnst mér heldur mikið fyrir svona litla stofnun ... til samanburðar er Alþingi með svipaðan starfsmannafjölda.

Afhverju eru svona margir á launum þarna? Er það nauðsynlegt að vera með svona mörg stöðugildi?

Hvað er gert þarna?

Eftir smá gúgl og upplýsingaleit komst ég að þessu:
Verkefni á Biskupsstofu

Öll svið Biskupsstofu hafa það að meginmarkmiði að móta og framfylgja stefnu kirkjunnar á einstökum verksviðum og styðja við starf sókna og stofnana er starfa á þeim sviðum.

Starfsmannamál eru umfangsmikið verkefni á Biskupsstofu. Þau lúta að hinum vígðu þjónum kirkjunnar og starfsmönnum kirkjulegra stofnana.

Hlutverk fjármálasviðs Biskupsstofu er að veita réttar og aðgengilegar upplýsingar um fjárhagsstöðu á hverjum tíma og stunda vandaða áætlanagerð og ráðgjöf. Sjá nánar liðinn fjármál hér á vefnum.

Fræðslusvið
Kærleiksþjónustusvið
Helgihalds- og kirkjutónlistarsvið
Guðfræði- og þjóðmálasvið
Alþjóðasvið
http://www.kirkjan.is/stjornsysla/biskupsstofa

Enn fremur, vakti það athygli hjá mér hverngi skipuritið þeirra er uppsett. Er nauðsynlegt að hafa Kærleiksþjónustusvið? Helgihalds- og kirkjutónlistarsvið? (Eru aðrir kimar ríkisbáknsins með tónlistarsvið?)

Stefnumótun Kærleiksþjónustusviðs, Biskupsstofu:
Að efla kærleiksþjónustu íslensku þjóðkirkjunnar innan safnaða og í sérþjónustu hennar. Stuðla að auknum tengslum milli þeirra sem sinna kærleiksþjónustu á ofangreindum sviðum og þess starfs sem er til stuðnings einstaklingum og hópum svo sem Hjálparstarfi kirkjunnar og Fjölskylduþjónustu kirkjunnar.

Kærleiksþjónusta er hlutverk kirkjunnar byggt á kærleika Krists. Hún er umhyggja fyrir náunganum í erfiðum aðstæðum lífsins. Þetta má einnig orða þannig að kærleiksþjónusta sé að sýna trú í verki. Kirkjan sinnir þessari þjónustu bæði utanlands og innan. Verkefnisstjóri hefur eftirfarandi starfssvið: Þjónustu við djákna, starfsþjálfun djáknanema, sérþjónustu, sálgæslu, hjálparstarf og kristniboð.

Er þessi þjónusta að skila sér til almennings? Maður spyr sig.
The world ain't all sunshine and rainbows. It is a very mean and nasty place and it will beat you to your knees and keep you there permanently if you let it. You, me, or nobody is gonna hit as hard as life. But it ain't how hard you hit; it's about how hard you can get hit, and keep moving forward. How much you can take, and keep moving forward. That's how winning is done. Rocky Balboa

User avatar
Gengur a vatni
alveg eins og jesú
Posts: 10955
Joined: Thu Feb 13, 2003 10:32 am
Location: 101
Contact:

Re: Biskupsstofa... stofnun sem ætti að líta betur á

Postby Gengur a vatni » Tue Jul 13, 2010 2:53 pm

Til þess að peppa upp umræðurnar á þessu spjallborði.. mér var sagt það að þessi stofnun, Biskupsstofa, væri með yfir 60 manns í starfi. Það finnst mér heldur mikið fyrir svona litla stofnun ... til samanburðar er Alþingi með svipaðan starfsmannafjölda.

Afhverju eru svona margir á launum þarna? Er það nauðsynlegt að vera með svona mörg stöðugildi?
Það er listi á vefsíðunni yfir starfsmenn og verktaka á vegum Biskupsstofu. Rúmlega 30 manns eru þar talin upp og sumar stöður skráðar sem hlutastarf. Gaman að peppa upp umræður í alvarlega horninu en það væri þá yndislegt að vera umræðu á hærra plani en bloggumræðan á mbl.is eða Eyjunni.
Enn fremur, vakti það athygli hjá mér hverngi skipuritið þeirra er uppsett. Er nauðsynlegt að hafa Kærleiksþjónustusvið? Helgihalds- og kirkjutónlistarsvið? (Eru aðrir kimar ríkisbáknsins með tónlistarsvið?)
Kærleiksþjónustusviðið virðist nú að mestu ganga út á djáknafræðslu og að auka tengsl á milli kirkju og fólks. Það má nú alveg deila um nafngift deildarinnar, en um það verður ekki deilt að hún vekur almenna kátínu og eflaust smá flökurleika þegar fyrst er heyrt á hana minnst.
Eru aðrir kimar ríkissins með tónlistarsvið? Er engin tónlist styrkt af ríkinu? Er ekki fullt af ljóðskáldum á listamannalaunum?
Er þessi þjónusta að skila sér til almennings? Maður spyr sig.
Er þetta ekki eitthvað sem sem ætti að spyrja fólk sem tilheyrir þessum smáa söfnuði?
www.currents-online.com
Currents - Postholf 666 - 121 Reykjavik

versac
40. stigs nörd
Posts: 77874
Joined: Mon Apr 29, 2019 4:43 pm

Re: Biskupsstofa... stofnun sem ætti að líta betur á

Postby versac » Mon Sep 16, 2019 1:29 pmReturn to “Alvarlega hornið”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 3 guests

cron