Augljóst er að fólki líkar það illa að borga pening fyrir eitthvað sem það horfir hvorki né hlustar á. Á þessu er auðveld lausn!
Með því að taka upp inneignakerfi þar sem fólk kaupir inneignir á sölustöðum alveg eins og það kaupir símainneignir þarf fólk ekki lengur að hafa áhyggjur af því að peningur þess fari í Gísla út og suður eða Ödda Blö ef það vill ekki að peningurinn fari í slíkt.
Auðveld lausn.