Skólinn hefur verið rekinn í 8 ár. Hann skilaði hagnaði í 7 ár af þessum 8 árum. Eina árið sem hann var
ekki rekinn með hagnaði var árið 2009 en það ár endurgreiddi skólinn ríkissjóði 30,2 milljónir króna
vegna umframgreiðslna árið 2008 auk þess að auka verulega framlög í varasjóð til að mæta óvissu
vegna uppgjörs við ráðuneytið. Ef rekstur ársins hefði verið skoðaður að þessu undanskyldu hefði
hagnaður numið rúmum 20 milljónum króna. Árið 2010 var hagnaður skólans 10 milljónir króna.
Skólinn hefur aldrei tekið lán og hefur frá upphafi greitt alla sína reikninga á réttum tíma. Skólinn
hefur alltaf átt milljónir í reiðufé í varsjóðum. Ef Ríkisendurskoðun og menntamálanefnd telja þetta
félag órekstarhæft tel ég að það segi allt sem segja þarf um heiðarleika og trúverðugleika þessara
aðila við skýrsluvinnuna. Engu þarf þar við að bæta.
og fleira og fleira....Í athugasemdum mennta‐ og menningarmálaráðuneytisins við úttekt Ríkisendurskoðunar segir:
„Þannig var horft til þess, fyrstu rekstrarár Hraðbrautar, að um nýjan skóla var að ræða sem hafði
ekki fengið sérstök framlög úr ríkissjóði til þess að mæta upphafskostnaði eins og tíðkast með aðra
skóla.“ Ekki verður annað af þessu ráðið en að skólar ríkisins hafi í upphafi starfs notið sérstakrar
fyrirgreiðslu og því væri það ákveðið jafnréttisatriði að hið sama gilti um Menntaskólann Hraðbraut
þótt hann væri í einkaeigu. Í það minnsta fengu eigendur skólans aldrei upplýsingar um umfang
þeirra umframgreiðslna sem felldar voru niður. Ekki verður við skólann sakast vegna þessa enda
hefðu eigendur hans ekki fallist á þær. Þrátt fyrir að um löngu fyrndar kröfur sé að ræða má geta þess
hér að ráðherra hefur verið boðið að fá þær greiddar að fullu aftur til ársins 2004. Ráðherra telur hins
vegar að engin ástæða sé til að þiggja slíkt.
Er einhver sem þekkir betur til þessa máls?
Hér er linkur á skýrsluna:
http://hradbraut.is/images/Vorn/skyrsla ... semdum.pdf