Enn einn spilltur Sjallinn

Stjórnmál, Umhverfismál, heimspeki, hugleiðingar og tengd málefni (Politics, environment, serious stuff..)
User avatar
Tryggvi Þórhallsson
3. stigs nörd
Posts: 3046
Joined: Thu Jul 18, 2002 9:34 am
Location: Hafnarfjörður

Enn einn spilltur Sjallinn

Postby Tryggvi Þórhallsson » Fri Feb 05, 2010 10:37 am

Tryggvi fékk lán frá eigin félagi
Tryggvi Þór Herbertsson fékk 25,5 milljóna lán frá eigin einkahlutafélagi árið 2007. Í lögum segir að lán til hluthafa félaga séu ólögmæt. Tryggvi segir að lánið hafi verið viðskiptalán og að lögin heimili þau. Tryggvi segir lögfræðinga hafa yfirfarið lánasamninginn og að hann borgi lánið í ár.

Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi forstjóri fjárfestingarbankans Askar Capital og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók sér 25,5 milljóna króna lán úr eigin einkahlutafélagi sumarið 2007. Félagið heitir Varnagli og var stofnað til að halda utan um hlutabréfaeign Tryggva Þórs í Askar Capital. Til að kaupa bréfin fékk hann 150 milljóna króna lán frá Askar og 150 milljónir að láni frá Glitni. Þessi 300 milljóna skuld var inni í Varnagla.

Lánið til Tryggva frá Varnagla, sem var til þriggja ára, var greitt inn á reikning Tryggva þann 12. júní 2007 en skrifað var undir lánasamninginn þann 4. þess mánaðar. Lánið var að mestu í erlendum myntum, jenum, svissneskum frönkum og evrum en þó voru tíu prósent þess í íslenskum krónum. Peningarnir voru í raun endurlánaðir út úr Varnagla, eftir að hafa verið teknir að láni annars staðar, og til Tryggva og í staðinn eignaðist félagið skuldabréf á hendur honum. Lánið var til þriggja ára og er því á gjalddaga í sumar.

Undir lánið skrifuðu Tryggvi Þór Herbertsson sem lántakandi og Tryggvi Þór og Tómas Sigurðsson sem lánveitendur - Tómas var stjórnarmaður í félaginu og starfsmaður Askar. Hann er núverandi yfirlögfræðingur Íslandsbanka.
http://www.dv.is/frettir/2010/2/5/trygg ... in-felagi/Þetta er óborganlegt. Hver er næstur? Það hlítur að vera nógur skíturinn undir mottunni hjá Toggu.
Allt er betra en íhaldið

User avatar
Nökkvi
3. stigs nörd
Posts: 3180
Joined: Sun Sep 04, 2005 1:34 am

Postby Nökkvi » Fri Feb 05, 2010 10:44 am

AHAHAHAHAHAHA ÞESSI MYND SEM FYLGIR FRÉTTINNI

HOLY FOKKKKKK

Image
...bububub

User avatar
ChrisMcCandless
1. stigs nörd
Posts: 1881
Joined: Thu Aug 28, 2008 8:58 pm

Postby ChrisMcCandless » Fri Feb 05, 2010 10:58 am

Jæja þá eru þeir orðnir þrír.
[img]http://www.remotecentral.com/dvd/airplane-3.jpg[/img]
I just want to tell you both good luck. We're all counting on you.

User avatar
Tryggvi Þórhallsson
3. stigs nörd
Posts: 3046
Joined: Thu Jul 18, 2002 9:34 am
Location: Hafnarfjörður

...

Postby Tryggvi Þórhallsson » Fri Feb 05, 2010 11:18 am

...og tveir af þeim eru nýliðar á þingi. Frábær endurnýjun! :lol
Allt er betra en íhaldið

User avatar
podiiio
3. stigs nörd
Posts: 3182
Joined: Wed Jul 17, 2002 4:15 pm
Contact:

Postby podiiio » Fri Feb 05, 2010 11:50 am

Image
"the music business is a cruel and shallow money trench, a long plastic hallway where thieves and pimps run free, and good men die like dogs. There's also a negative side" hst.


http://www.myspace.com/helgi
http://www.myspace.com/mordingjarnirReturn to “Alvarlega hornið”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 8 guests

cron