Stóra hústökumálið á Vatnsstíg

Stjórnmál, Umhverfismál, heimspeki, hugleiðingar og tengd málefni (Politics, environment, serious stuff..)
User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Stóra hústökumálið á Vatnsstíg

Postby Vést1 » Thu Jan 28, 2010 8:35 pm

Þið munið víst eftir stóra hústökumálinu í fyrra, þar sem góðborgarar náðu ekki upp í nefið á sér fyrir hneykslun vegna þess að hópur óstýriláts fólks kom sér fyrir í mannlausu húsi á Vatnsstíg, lögruglan kom þeim út á harðhentan hátt og ýmsir hlutu pústra. Sumum fannst þetta gott hjá laganna vörðum, að sýna "þessu" í tvo heimana, kenna "þessu" lexíu og svona. Öðrum varð um og ó yfir framgangi lögruglunnar, sem notaði m.a. vélsagir og efnavopn til að ná fram vilja sínum.

Nú er komið fram að það verða ekki gefnar út ákærur í málinu. Það er látið niður falla af hálfu löggunnar. Ætli mannorð hlutaðeigandi fólks verði hreinsað í hugum betri borgara með fjölmiðlaumfjöllun? Það verður fróðlegt að sjá. Ætli sannaðar sakir hústökufólksins geti verið mjög alvarlegar, fyrst ekki á að aðhafast meira í málinu? Fær veslings lögregluþjónninn bót sinna mála, sem hefur ekki ennþá jafnað sig af að fá ávöxt í hausinn?
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
ChrisMcCandless
1. stigs nörd
Posts: 1881
Joined: Thu Aug 28, 2008 8:58 pm

Postby ChrisMcCandless » Thu Jan 28, 2010 8:49 pm

:lol Þvílíkur aulaskapur!
[img]http://www.remotecentral.com/dvd/airplane-3.jpg[/img]
I just want to tell you both good luck. We're all counting on you.

User avatar
skrimsli
2. stigs nörd
Posts: 2300
Joined: Thu Jan 02, 2003 7:29 pm
Location: Þriðji klettur frá sólu.

Postby skrimsli » Thu Jan 28, 2010 9:41 pm

Og hér höfum við hr. 2-3 sæti VG í Reykjavík drulla yfir löggæslu landsins.

"Lögrugla"

Er einhver lögreglumaður enn meiddur eftir að hafa fengið ávöxt í höfuðið á sér? Mér finnst þú hljóma eins og það þyki ekkert tiltökumál í þínum huga, hr. 2-3 sæti VG.

:hristahaus Ég vona að þér verði fleygt niður í kjallara í prófkjörinu, það þarf enginn á svona mönnum að halda.
I wish I wish I was a fish

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Thu Jan 28, 2010 9:47 pm

Naumast er það viðkvæmnin hjá þér, hr. stafsetning. Mér er ekki kunnugt um að neinn sé ennþá meiddur eftir þetta, en veit það svosem ekki. En löggurnar kvörtuðu undan ávaxta- og grænmetiskasti. Ef einhver þeirra meiddi sig alvarlega, á hann þá að liggja óbættur hjá garði? Annars finnst mér ekkert óeðlilegt við að drulla yfir fantaskap af hálfu löggunnar.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
skrimsli
2. stigs nörd
Posts: 2300
Joined: Thu Jan 02, 2003 7:29 pm
Location: Þriðji klettur frá sólu.

Postby skrimsli » Thu Jan 28, 2010 9:55 pm

Þó það standi ekki berum orðum þá lekur fyrirlitningin á störfum löreglunar á milli línanna hjá þér.

Ég vildi sjá þig taka ananas í hausinn án þess að kveinka þér.


Annars finnst mér óábyrgt af fólki að leggja blessun sína yfir það að fólk taki sér búsetu í ósamþykktu vatns og rafmagnslausu húsi sem þar að auki er á engann hátt samþykkt af brunavörnum.

...fyrir utan að það átti ekki húsið og hafði þar af leiðandi ekkert erindi þar inn. Því miður þá er ekki hægt að líta öðruvísi á málið sama hvað hverjum "finnst".


Er það ekki annars húseigandi sem ætti að fara með kærur í svona máli? Ég er ekkert endilega viss um að það sé lögreglan sem eigi að kæra þetta.
I wish I wish I was a fish

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Thu Jan 28, 2010 10:47 pm

Já, ég hef svo sannarlega fyrirlitningu á hrottaskap og valdníðslu, sama hver er að verki, og mér finnst óábyrgt af eiganda þessa húss á Vatnsstíg að láta það drabbast niður til þess að geta makað krókinn sjálfur.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
birkirFMC
28. stigs nörd
Posts: 28411
Joined: Fri Jul 19, 2002 10:25 am
Location: Halifax, Nova Scotia

Postby birkirFMC » Fri Jan 29, 2010 12:29 am

Gott að kærur gegn hústökufólkinu voru lagðar niður.
Það þykir mér gott að heyra.
Meira líf í líflausa borg.
A.K.A. Svartbakinsky og Let_It_All_Go
"I won't change my true self just so that we can be friends"
*..the harder one tries to look punk, the more they're compensating for the total failure as one.*
Image
http://www.halifaxcollect.blogspot.com
http://kaninka.net/birkirfjalar
http://www.dordingull.com/gagnaugad

User avatar
Imprimeur
Töflunotandi
Posts: 450
Joined: Thu Nov 20, 2008 9:10 pm

Postby Imprimeur » Fri Jan 29, 2010 12:31 am

Já, ég hef svo sannarlega fyrirlitningu á hrottaskap og valdníðslu, sama hver er að verki.
Á valdníðsla sér ekki stað í Borgarstjórn Reykjavíkur? Er öðruvísi valdníðsla þar? Hvernig muntu ekki taka þátt í valdníðslu ef þú sest í borgarstjórn?


Og þú ert nú talsmaður þess að ríkisvaldið veit hvað er fólki fyrir bestu og kemur það því á óvart ef yfirvöld telja að fólkinu stafi t.d. hætta af brunavörnum að grípa inní ef það er fólkinu fyrir bestu? Ríkið á nú að sjá um öryggi borgaranna. Sjálfur hata ég þegar ríkið ákveður hvað ég á að gera við mitt líf en ef ég ætti hús sem valdníðingar myndu gera að sínu þá myndi ég glaður fá hjálp annarra valdníðinga (ríkisins) til að henda hinum valdníðingunum út.

User avatar
siggi punk
5. stigs nörd
Posts: 5626
Joined: Wed Jul 24, 2002 5:32 pm
Location: Vesturbærinn

Postby siggi punk » Fri Jan 29, 2010 6:16 am

Mér skilst að íbúar á Vatnsstíg hafi margir hverjir komið að máli við hústökufólkið og boðið þau velkomin því þau settu líf í það hús sem eigandinn, verktakafyrirtæki sem á fjölda annara bygginga, virtist liggja mest í mun að láta grotna niður.

Lögregluembættið vill líklega ekki hafa þetta mál frekar í hávegum í fjölmiðlum (eins og "alþingisinnrásin hefur fengið núna) og hefur heldur ekki neina lausa fangaklefa til að láta fólk sitja af sér sektir í.
Ný andspyrnuútgáfa: "Á Kaffihúsinu - Samræður um Anarkisma" klassískt anarkistarit eftir Errico Malatesta. Fæst í Ranimosk á laugavegi.
Einnig: "Um Anarkisma" eftir Nicholas Walter, ný prentun og barnabókin "Hulduheimur Heiðarlands" um börn sem læra skemmdarverkastarfsemi til náttúruverndar.

http://www.andspyrna.org - http://www.savingiceland.org - http://www.indymedia.org - http://www.infoshop.org - http://www.akpress.org - http://www.crimethinc.org - http://www.freedompress.org.uk - http://www.microcosmpublishing.com - http://www.activedistribution.org - http://www.littleblackcart.com - http://www.protest.net
http://www.anarchistvoices.wetpaint.com - http://www.hustaka.org - http://www.svartsokka.org - http://www.oskra.org - http://www.eggin.is

User avatar
BombthrowingCollectivist
Töflunotandi
Posts: 191
Joined: Mon May 18, 2009 9:13 pm

Postby BombthrowingCollectivist » Fri Jan 29, 2010 9:30 am

Sjálfsvörn gegn lögreglu er fullkomlega eðlileg.

User avatar
Tryggvi Þórhallsson
3. stigs nörd
Posts: 3046
Joined: Thu Jul 18, 2002 9:34 am
Location: Hafnarfjörður

...

Postby Tryggvi Þórhallsson » Fri Jan 29, 2010 2:05 pm

Gott mál að fólkið verði ekki kært.
Allt er betra en íhaldið

User avatar
Tímavélin
4. stigs nörd
Posts: 4006
Joined: Sat May 29, 2004 1:14 pm

Postby Tímavélin » Fri Jan 29, 2010 10:57 pm

ég efast um að það hafi staðið svo mikil hætta af okkur vegna bruna að það hafi þurft að neyða okkur út með piparúða og táragasi. hahahahaha! þvílík hugmynd
[url=http://www.andspyrna.org]ANDSPYRNA.ORG - Róttækt bókasafn og viskuuppspretta[/url]

Ráðgjafi í þyngdarstjórnun
Helfararsinni í hlutastarfi
Sérfræðingur í andlegu hreinlæti
Heimskunnur fyrirlesari um fjárhagslega heilsu

User avatar
skrimsli
2. stigs nörd
Posts: 2300
Joined: Thu Jan 02, 2003 7:29 pm
Location: Þriðji klettur frá sólu.

Postby skrimsli » Sat Jan 30, 2010 12:39 am

ég efast um að það hafi staðið svo mikil hætta af okkur vegna bruna að það hafi þurft að neyða okkur út með piparúða og táragasi. hahahahaha! þvílík hugmynd
Ég efa að það hafi staðið neitt minni né meiri hætta af ykkur vegna bruna heldur en öðrum heimilum í landinu. En samt kviknar stundum í. Ertu fimm ára eða bara svo uppfullur af eigin ágæti og þinna vina að þú hafnir því algjörlega að það geti orðið slys í kringum ykkur?

Og ég get ekki séð að hér hafi nokkur maður fullyrt það að lögreglan hafi spúlað ykkur út eingöngu vegna tilmæla brunavarna.
I wish I wish I was a fish

User avatar
Vést1
15. stigs nörd
Posts: 15770
Joined: Tue Jul 27, 2004 11:50 pm
Location: Nafli Reykjavíkur

Postby Vést1 » Sat Jan 30, 2010 2:01 pm

Það var náttúrlega öllu tjaldað til á sínum tíma. Húsið átti t.d. að vera svo fullt af sagga og gott ef ekki silfurskottum og ég veit ekki hvað.

Já, ég hef svo sannarlega fyrirlitningu á hrottaskap og valdníðslu, sama hver er að verki.
Á valdníðsla sér ekki stað í Borgarstjórn Reykjavíkur? Er öðruvísi valdníðsla þar? Hvernig muntu ekki taka þátt í valdníðslu ef þú sest í borgarstjórn?


Og þú ert nú talsmaður þess að ríkisvaldið veit hvað er fólki fyrir bestu og kemur það því á óvart ef yfirvöld telja að fólkinu stafi t.d. hætta af brunavörnum að grípa inní ef það er fólkinu fyrir bestu? Ríkið á nú að sjá um öryggi borgaranna. Sjálfur hata ég þegar ríkið ákveður hvað ég á að gera við mitt líf en ef ég ætti hús sem valdníðingar myndu gera að sínu þá myndi ég glaður fá hjálp annarra valdníðinga (ríkisins) til að henda hinum valdníðingunum út.

En það bull. Heldurðu að ég sé að fara að vaða með hjólsög í annarri og efnavopn í hinni inn í hústökuhús? Ég held ekki.
Ódysseifur snúinn heim -- passið ykkur nú

User avatar
BombthrowingCollectivist
Töflunotandi
Posts: 191
Joined: Mon May 18, 2009 9:13 pm

Postby BombthrowingCollectivist » Sat Jan 30, 2010 7:55 pm

Hvað ætli Proudhon myndi segja um þetta mál?

Ábyggilega eitthvað á Frönsku svo myndi hann fara að tala um hvað konur og Gyðingar sökka.Return to “Alvarlega hornið”

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 5 guests

cron