Ég vill minna sem flesta á að um helgina verður haldinn stofnfundur samtaka grænmetisæta á Íslandi, í nokkurn tíma höfum við verið að undirbúa þessi samtök okkar og loksins er kominn tími á þetta verði að veruleika.
Hvað: Stofnfundur Samtaka grænmetisæta á Íslandi
Hvar: Borgartúni 24, 105 Reykjavík
Hvenær: 4. maí 2013
Klukkan: 14:00 – 16:00
Þátttakendur: Allar grænmetisætur velkomnar
Gerð hefur verið tillaga um starfsemi og markmið samtakanna sem m.a. verður rædd á fundinum:
1. Standa fyrir fjölbreyttum viðburðum fyrir grænmetisætur, áhugamenn og velunnara, og stuðla að auknum tengslum og kynnum grænmetisæta.
2. Standa fyrir virkri fræðslu og upplýsingagjöf til grænmetisæta og annarra með uppbyggingu vefsíðu, opnum viðburðum, útgáfu fræðsluefnis, fyrirlestrum, kynningu í fjölmiðlum, í skólum, á vinnustöðum o.fl.
3. Gefa út hnitmiðað fræðsluefni fyrir matvælaframleiðendur, veitingastaði, matreiðslumenn o.fl. um þjónustu við grænmetisætur, og koma því markvisst á framfæri.
4. Stunda virka hagsmunagæslu og aðhald t.d. með þrýstingi á framleiðendur, innflytjendur og verslanir, með fyrirspurnum og greinargerðum til hins opinbera, með álitsgjöf varðandi lagafrumvörp og reglugerðir, með fréttatilkynningum til fjölmiðla um brýn hagsmunamál o.m.fl.
5. Finna leiðir til að aðstoða fólk við að gerast grænmetisætur, t.d. með því að búa til aðlögunarkerfi eða leiðbeiningar um fyrstu skrefin, með hvatningarfundum, fræðsluefni og öðrum leiðum.
6. Leita leiða til að bæta og auka grænmetis- og veganmerkingar neysluvara og matseðla og athuga jafnframt forsendur þess að gerast vottunaraðili á Íslandi.